Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13106
Í þessari rannsókn er fjallað um herstöð á Straumnesfjalli sem var starfrækt á tímum kalda stríðins á vegum bandaríska hersins. Framkvæmdir við stöðina hófust árið 1953 og henni var lokað árið 1961. Í ritgerðinni horfi ég á minningar og persónulegar reynslusagnir íslenskra starfsmanna og bandarískra hermanna.
Ég legg af stað með þrjár rannsóknarspurningar: Hvernig lýsa íslenskir starfsmenn og bandarískir hermenn þeirri hernaðarstarfsemi, sem þau kynntust á Straumnesfjalli? Hvernig lýsa íslenskir starfsmenn og bandarískir hermenn lífi hermannanna í herstöðinni? Hvernig upplifa bandarískir hermenn og íslenskir starfsmenn náttúru og umhverfi fyrir norðan? Í lokin velti ég fyrir mér hvort rústirnar sem standa eftir séu menningararfur eða rusl.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
herstodin-min (4).pdf | 3.23 MB | Open | Heildartexti | View/Open |