is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13113

Titill: 
 • Rýnt í eigin starfshætti : vegferð í þróun fagmennsku
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um það hvernig ég get komið til móts við börn með sérþarfir með það að markmiði að þeim líði sem best í leikskólanum og séu virkir þátttakendur í námi og félagslegum samskiptum á sínum forsendum. Verkefnið byggir á niðurstöðum starfendarannsóknar sem gerð var skólaárið 2011-2012. Markmið mitt með rannsókninni var að ígrunda eigið starf svo ég gæti staðið traustari fótum í starfi með börnum með sérþarfir. Markmiðið var jafnframt að skoða þann fræðilega bakgrunn sem starf mitt byggir á. Tilgangur rannsóknarinnar var að byggja grunn að umbótum í eigin starfi og efla eigin fagmennsku. Ég skoða sjálfa mig í starfi með barni með sérþarfir sem deildarstjóri og síðan sem sérkennslustjóri í leikskóla. Hvað geri ég vel og hvað get ég gert til að stuðla að betri líðan og námsumhverfi barnanna?
  Gögnin sem safnað var samanstóðu af dagbókarfærslum, myndbandsupptökum og fundargerðum. Þátttakendur voru ég sjálf, barn með sérþarfir sem er á leikskólanum þar sem ég starfa, bandamaður minn, foreldrar og teymið sem fundar reglulega um málefni drengsins.
  Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að til að börnum líði vel í skólanum þurfa að fara fram góð og heiðarleg samskipti og öll þurfum við að bera umhyggju og virðingu fyrir sjálfum okkur og öðrum. Það er grunnur að faglegu starfi kennarans. Umhyggja og virðing er það sem ég vil kenna börnum í öllu námi. Ég læri alltaf eitthvað nýtt af hverjum nemanda.

 • Útdráttur er á ensku

  Examining your own working practices
  Journey in the development of professionalism
  This essay concerns itself with how I can accommodate children with special needs in order for everyone to feel as good as possible in the kindergarten and are active participants in learning and social interaction, on their own premises. The project is based on the results of an action research conducted in the academic year 2011-2012. My goal was to reflect my own work so that I could stand on a firmer footing in working with children with special needs. The aim was also to examine the theoretical background which my work is based on. The purpose of this study was to build a foundation for improvements in my own work and strengthen my own professionalism. I look at myself, both as head of a department of the kindergarten and as a special need teacher and my work with children with special needs. What is it that I do well and what can I do to better the educational surroundings of the children and make sure that they feel good?
  The data that were gathered consist of: diary entries, video recordings and reports from meetings. Participants were I, a child with special need who attends the kindergarten where I work, my critical friend, the parents of the boy and the team that meets regularly to discuss matters concerning the boy.
  The findings suggest that for the children feel comfortable at school, communication need to be good and honest. We also need to care for and respect ourselves as well as others. This is the foundations for the professional work of a teacher. Caring and respecting yourself and others is what I want to teach children in all education. I am always learning something new from each student.

Samþykkt: 
 • 19.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13113


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigridur Asdis.pdf862.32 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna