is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13117

Titill: 
 • Einkaþjálfun. Þróun og markaðssetning
 • Titill er á ensku Personal training. Development and marketing
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Viðskiptafærni er mikilvægur þáttur í að ná árangri á öllum sviðum viðskipta. Markaður fyrir einkaþjálfara er engin undantekning og þurfa einkaþjálfarar að huga vel að markaðssetningu. Ritgerðin er skrifuð sem leiðarvísir fyrir einkaþjálfara varðandi markaðinn og markaðsfærslu. Rannsóknarspurningar verkefnisins eru: Hver er möguleg þróun á líkamsræktarmarkaðnum? Hvað þurfa einkaþjálfarar að huga að við markaðssetningu og hvað geta þeir gert til að styrkja stöðu sína á markaðnum?
  Til að fá svör við þessum spurningum voru helstu hugtök markaðsfræðinnar skoðuð. Ásamt því var send út könnun í gegnum veraldarvefinn. Þýðið voru allir þeir sem eiga líkamsræktarkort á helstu líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Könnunin var aðgengileg dagana 3. ágúst til 23. ágúst 2012 og fengust alls 601 svör.
  Könnuninni var skipt niður í þrjá hluta hvað varðar líkamsræktarstöðvar, einkaþjálfun og markaðinn ásamt mögulegri þróun á líkamsræktarmarkaðnum almennt.
  Helstu niðurstöður voru að staðsetning skiptir mestu máli við val á líkamsræktarstöð. Eitt af markmiðum könnunarinnar var að spá í mögulega þróun á líkamsræktarmarkaðinum og má álykta að World Class og Reebok fitness fái mestu markaðshlutdeildina í komandi framtíð.
  Annað markmiðið með könnuninni var að sjá hvaða þætti einkaþjálfarar ættu að huga að við markaðssetningu og hvað þeir geta gert til að styrkja stöðu sína á markaðnum. Allir þættirnir við val á einkaþjálfara skoruðu hátt og þurfa þeir að huga að mörgu við markaðssetningu, en þó helst verði, reynslu og menntun, orðspori, framkomu og fagmannlegum vinnubrögðum. Út frá niðurstöðum má álykta að einkaþjálfarar ættu að nýta sér maður á mann markaðssetningu og veraldarvefinn þar sem flestir töldu líklegast að þeir myndu leita að þjónustu einkaþjálfara þar. Út frá niðurstöðum má álykta að enn sé markaður fyrir einkaþjálfara þar sem flestir kjósa að einkaþjálfari einkaþjálfi sig og telja að þörf sé á þjónustunni. Þó eru einungis 13,14 % þátttakenda sem telja mjög líklegt að þeir muni stunda líkamsrækt hjá einkaþjálfara í komandi framtíð.
  Þriðja markmiðið með könnuninni var að spá fyrir um þróun líkamsræktarmarkaðarins og út frá niðurstöðum má álykta að útivist og líkamsrækt sé sú tegund líkamsræktar sem fólk muni líklegast stunda í komandi framtíð. Hafa ber þó í huga að úrtakið eru þeir sem eiga líkamsræktarkort á helstu líkamsræktarstöðvum höfuðborgarsvæðisins. Það getur skekkt niðurstöðurnar þar sem áhugasvið flestra þátttakenda liggur væntanlega á því sviði.

Samþykkt: 
 • 19.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13117


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
katrin_petursdottir_BS.pdf.pdf2.08 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna