is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13120

Titill: 
 • Barnakennarar á Íslandi 1930-1960
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni verkefnisins eru barnakennarar á Íslandi skólaárin 1930-1931 og 1960-1961. Markmið verkefnisins er að skoða persónulegar og faglegar aðstæður kennara. Með persónulegum aðstæðum er átt við hjúskaparstöðu kennara, barneignir og félagslegan uppruna. Með faglegum aðstæðum er átt við menntun þeirra, aldur við upphaf kennslu, kennslustöðu og starfsaldur. Kennurunum er skipt niður í tvo hópa annars vegar sá hópur sem var starfandi skólaárið 1930-1931 og hins vegar sá hópur sem var starfandi skólaárið 1960-1961. Öll fyrrgreind atriði eru skoðuð í hvorum hópi fyrir sig og hóparnir síðan bornir saman. Einnig eru ákveðin atriði skoðuð sérstaklega eftir kyni og í einstaka tilfellum er aldur kennara einnig tekinn með inn í reikninginn.
  Frá og með árinu 1892 gafst fólki kostur á að stunda kennaranám hér á landi. Í fyrstu var námið eingöngu stutt sumarnámskeið, en hægt og bítandi lengdist námið og kröfurnar með. Árið 1908 var námið fært úr Flensborgarskóla yfir í nýstofnaðan Kennaraskóla Íslands. Á 20. öldinni tók kennaranámið miklum breytingum og var námið í sífelldri þróun. Eitt af því sem aðgreindi þetta nám frá öðru framhaldsnámi var að strax frá upphafi gátu bæði konur og karlar stundað námið en framan af öldinni var hlutfall karla nokkuð hærra en kvenna.
  Árið 1930 voru 418 starfandi barnakennarar hér á landi, tæpur þriðjungur þeirra voru konur. Þrjátíu árum síðar voru 1403 starfandi barnakennarar og hafði hlutfall kvenna hækkað um 5 prósentustig. Fleiri breytingar áttu sér stað á þessu 30 ára tímabili, til að mynda lækkaði hlutfall farkennara, hlutfall giftra kennara hækkaði og menntuðum kennurum fjölgaði.
  Fjölmargt breyttist á þessum þremur áratugum og má meðal annars sjá hvernig samfélagslegar breytingar höfðu áhrif á kennslustöðu kennara, það er fækkun farkennara og fjölgun heimavistarkennara og fastra kennara. Aðstæður kennara breyttust einnig mikið á þessum tíma, ekki bara faglegar heldur einnig persónulegar aðstæður. Kennarar fluttu, eins og aðrir landsmenn, úr dreifbýli í þéttbýli, fleiri gengu í hjónaband, fleiri áttu börn og kennarar héldust lengur í starfi.

 • Útdráttur er á ensku

  The subject of this thesis is Icelandic elementary teachers in 1930 and 1960. Teachers’ education was first available in Iceland in 1892, the educational programme was at first a short summer course but later on it got longer and demanded more of the students. The programme changed a lot during the 20th century, went from being a one year study on an upper secondary level to being a three years university program. What separated the teachers’ education from other education was that women had equal access to the program as men. This thesis examines the changes that occurred in the teaching profession from 1930 to 1960. During this period the number of teachers increased by almost 1000 teachers and the number of female teachers increased. More teachers were married, the percentage of teachers who grew up in the country side declined, the educational level increased and more teachers had finished teachers education in 1960 than in 1930. These subjects will be examined along with many others.

Samþykkt: 
 • 19.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
barnakennararaislandi1930til1960-birnabjork2804872609.pdf1.32 MBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF