Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13122
Árið 2008, með efnahagshruninu, voru mörg fyrirtæki tilneydd til að fara í niðurskurð með hópuppsögnum. Til þess að róttækar breytingar, eins og hópuppsagnir eru, nýtist á markvissan hátt þá er mikilvægt að stjórnendur taki réttar ákvarðanir og það sem hjálpar til við það er góður undirbúningur. Djúpur skilningur á viðfangsefninu aðstoðar stjórnanda við að undirbúa sig og þar sem rannsakandi gat ekki fundið neina rannsókn sem sérstaklega fjallar um framkvæmd hópuppsagnar á Íslandi þá er tilgangurinn með þessari rannsókn að komast að því hvað hópuppsögn felur í sér. Að varpa ljósi á það hvert lagaumhverfið er, hvernig staðið er að slíkri aðgerð og að lokum að gefa innsýn í upplifun stjórnenda af hópuppsögn. Markmiðið er að afla upplýsinga um hópuppsagnir á Íslandi og efla þannig skilning þeirra sem koma að atvinnulífinu með því að setja upplýsingarnar fram á skipulegan hátt til að stjórnendur og aðrir áhugasamir aðilar geti haft gagn af.
Viðfangsefni þessarar ritgerðar er hópuppsögn og voru þrjár rannsóknarspurningar myndaðar og unnið með:
1. Hver er aðdragandi, tilgangur og virkni laga um hópuppsagnir?
2. Hvert er ferli hópuppsagnar?
3. Hver er upplifun stjórnenda af hópuppsögn?
Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð þar sem tekin voru tíu viðtöl, þar af voru átta stjórnendur hjá fimm ólíkum fyrirtækjum og síðan tveir fulltrúar stofnana annar frá ASÍ og hinn frá Vinnumálastofnun.
Niðurstöður þessarar rannsóknar benda til þess að jafnvel þó að það séu til lög sem er ætlað að hindra, draga úr og minnka áhrif hópuppsagnar þá er ljóst að fyrirtækin eru ekki að fara eftir þessum lögum nema að hluta til. Þó má sjá af gögnunum að fyrirtækin telja sig reyna að standa að ferlinu á eins faglegan og sanngjarnan hátt og hægt er og nýta breytingaferlið sem viðmið. Einnig gefur rannsóknin til kynna að hópuppsögn sé eitt það erfiðasta verk sem stjórnendur geti upplifað í sínu starfi en að þetta sé ómetanleg reynsla sem geri þá að sterkari stjórnendum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
MS ritgerð - Hópuppsögn.pdf | 893.05 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |