is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13126

Titill: 
 • „Maður er aldrei útlærður“ : þróun starfskenninga fjögurra íslenskukennara
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Tilgangur rannsóknarinnar var að kynnast þeim hugmyndum sem íslenskukennarar í framhaldsskólum hafa um starfskenningu sína. Aðaláhersla var lögð á mótun starfskenninga þeirra fyrstu árin í kennslu eftir nám í kennslufræði.
  Markmiðið var að komast að því að hvaða leyti starfskenningar kennara þróast og mótast þessi fyrstu ár í kennslu. Kennararnir útskrifuðust allir á sama tíma úr kennslufræði frá Háskóla Íslands. Gagna var aflað 2010 – 2011 og var eigindleg aðferðafræði notuð við öflun þeirra og úrvinnslu. Gögnum var safnað með hálfopnum viðtölum við fjóra íslenskukennara í jafnmörgum framhaldsskólum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru þær að kennararnir þekkja sínar starfskenningar en eru ekki endilega meðvitaðir um þær í daglegum störfum. Hugmyndir kennaranna eru oftar en ekki fræðilegar og metnaðarfullar við lok náms í kennslufræði en þegar kennararnir koma inn í skólana virðist sem þeir rekist á veggi og annar heimur taki við.
  Kennararnir gagnrýna allir kennslufræðinámið og segja það ekki í takt við það starf sem er í raunverulegum kennslustofum m.a. þegar kemur að aga og bekkjarsjórnun auk þess sem þeir vilja meiri æfingakennslu. Áhugalausir nemendur og getulitlir koma oft á tíðum í veg fyrir að kennarar starfi eftir sínum draumastarfskenningum. Niðurstöðurnar sýna einnig að kennararnir telja að mikilvægt sé að eiga góð samskipti við nemendur og hafa velferð þeirra að leiðarljósi. Einnig kom fram að þeir kennarar sem eiga gott samstarf við samkennara sína líta bjartari augum á þróunarstarf og eflingu starfskenningarinnar. Kennararnir hugsa um starf sitt og vilja sífellt gera betur, þannig þróast starfskenningin og mótast.

 • Útdráttur er á ensku

  „You live and you learn“
  The purpose of the study was to see how Icelandic teachers in high-schools regaard their teacher’s practical knowledge. The main emphasis was on the development and use of teacher´s practical knowledge their first years as teachers after going through a teacher education program.
  The goal was to explore in what way, if any, teachers practical knowledge change or take form in those first years of teaching. The teachers all graduated at the same time from the teacher´s education program at the University of Iceland. Data was collected in 2010-2011 and qualitative methods were used to gather and process the data that was obtained through semi-open interviews with four Icelandic-teachers in four different high-schools. The main findings are as follow. Although the teachers know their practical knowledge they are not aware of them on daily basis. Although the teacher´s idealism is often ambitious and academic at the end of their study in the teachers education program they often seem to encounter a more hostile and ridgid enviroment when entering the workplace.
  The teachers all criticise the teachers education program and say its out of sync with the real work being done in the classrooms, for example when it comes to discipline and class management. Indifferent pupils can often affect the teachers ability to work according to their ideal teachers practical knowledge. In closing the results also show that most teachers believe in the importance of communicating with the pupils along with having their well being at heart. It was also apparent that the teachers that collaborate with their fellows educators have a more optimistic approach on the devolopment and progress of the practical knowledge. The teachers care about their job, striving to be better at it, thus developing the practical knowledge in the process.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13126


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Eyrún Huld Haraldsdóttir 18.05.12.pdf1.03 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna