is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13127

Titill: 
 • Greining á ársreikningi hlutafélags
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Meginmarkmið ritgerðarinnar er að fræða lesendur um hvað fjárhagstölur í ársreikningi hlutafélags segja um rekstrar-, eignar- og skuldastöðu félags. Við nálgunina á verkinu er farið í gegnum hvaða þættir þurfa að vera í ársreikningi hlutafélags samkvæmt lögum um ársreikninga nr. 3/2006. Einnig er farið ofan í hvað þurfi til að stofna hlutafélag og hverjar séu helstu stjórnareiningar félags. Að síðustu er skoðað hvaða aðferðum er hægt að beita við greiningu á fjárhagstölum í ársreikningi hlutafélags.
  Rannsakandi notar ársreikninga móðurfélags Eflu hf 2008-2011 við greiningarvinnu sína. Beitt er láréttri og lóðréttri greiningu ásamt kennitölugreiningu á ársreikninga félagsins og samanburður gerður á stærðum milli ára. Einnig eru gerðar samanburðagreiningar á tölum milli fyrirtækja í sömu atvinnugrein. Ársreikningar helstu samkeppnisaðila Eflu eru notaðir í það verk. Helstu samkeppnisaðilar Eflu eru fyrirtækin Mannvit hf og Verkís hf.
  Helstu niðurstöður eru þær að ársreikningur hlutafélags inniheldur hafsjó af upplýsingum um afkomu og fjárhagslega stöðu fyrirtækis. Við greiningu á fjárhagstölum í ársreikningum milli ára eða milli fyrirtækja þurfa stjórnendur að hlutfalla tölurnar til að gera þær samanburðarhæfar. Greinendur verða einnig að hafa það í huga við túlkun gagna í ársreikningi að þær takmarkast við þá aðferð sem notuð er við mat á eignum og afskriftaleiðum. Einnig byggja fyrirtæki á mismunandi reikningsskilaaðferðum og þarf að taka tillit til þess í samanburðargreiningu milli fyrirtækja.
  Í greiningu á ársreikningum Eflu, Mannvits og Verkíss voru laun og tengd gjöld stærstu rekstrarkostnaðaliðirnir og nema nær 70% af rekstrartekjum félaganna. Skipting eigna fyrirtækjanna var á þá leið að Efla á hægar um vik að nýta eignir sínar til greiðslu skulda en Mannvit og Verkís. Það var sammerkt með félögunum að það tekur þau langan tíma að breyta viðskiptakröfum sínum í handbært fé eða að meðaltali 81 dag. Við skoðun á skuldum og eigin fé fyrirtækjanna kom í ljós að Efla fjármagnar rekstur sinn með 65% eigin fé á meðan Mannvit og Verkís reka fyrirtækin á rúmlega 50% skuldum á móti eigin fé.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13127


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín_Pétursdóttir_BS.pdf815.1 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna