is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1313

Titill: 
 • Börn og tilfinningar
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Eftirfarandi verkefni er unnið sem lokaverkefni til B.Ed.-prófs við kennaradeild
  Háskólans á Akureyri á vormisseri árið 2004. Tilgangur verkefnisins er að skoða þætti
  sem hafa áhrif á tilfinningar og tilfinningaþroska leikskólabarna og í tengslum við
  ritgerðarskrifin hannaði ég Tilfinningaspil.
  Þörf er á að finna farveg til að ræða um tilfinningar í gegnum leik og störf
  barna með það meginmarkmið í huga að börn læri að þekkja sínar tilfinningar og
  skilja tilfinningar annarra. Rannsóknir á starfsemi heilans eru stöðugt að færa okkur
  nýja vitneskju, sem vekja vonir um að hægt verði að vinna betur með tilfinningar,
  þekkja þær og stjórna þeim. Þannig geti einstaklingar haft jákvæð áhrif á líf sitt og
  annarra einstaklinga í samfélaginu og þar með allt samfélagið.
  Sagt er frá tilfinningum í sögulegu samhengi og hvernig kennismiðir allt frá
  tímum Aristótelesar til dagsins í dag hafa litið mismunandi á þátt tilfinninga í
  siðferðisþroska mannsins. Ég fjalla um ólík viðhorf og skilning á tilfinningum í
  samfélaginu, svo og um nýjustu kenningar um tilfinningagreind, sérstaklega
  kenningar þeirra Daniels Golmans og Howards Gardners sem snúa að
  tilfinningagreind barna og mikilvægi þess að efla tilfinningaþroska, samhygð og
  almennt tilfinningalæsi.
  Ég fjalla um þróun í rannsóknum á heilanum og hvað þær hafa fært okkur sem
  varpað hefur nýju ljósi á möguleika í þroskun á starfsemi heilans og hæfni hans á
  fullorðinsárum til að takast á við það sem lífið býður hverjum einstakling. Hvernig
  reynsla barnsins hefur afgerandi áhrif á mótun sjálfsmyndar. Hvaða þættir það eru
  sem móta sjálfsmynd barna, leikskólakennarar hafa þar veigamiklu hlutverki að
  gegna. Ég skoða hvernig Aðalnámskrá leikskóla er stefnumótandi í námskrám
  leikskóla.
  Í tengslum við ritgerðina hannaði ég Tilfinningaspil, sem er leið til að skapa
  umræðu um tilfinningar meðal barnanna í gegnum leikinn. Í forprófun á
  Tilfinningaspilinu voru börnin áhugasöm og glöð og sáu fleiri notkunarmöguleika en
  upphaflega var gert ráð fyrir í spilinu. Leikskólakennarar töldu að yngstu börnin
  þriggja til fjögra ára, sýndu myndunum áhuga, vildu skoða og tala um þær en höfðu
  minna úthald í að spila. Í leikskólanum er mikilvægur grunnur lagður sem felst í
  umhyggjusömu uppeldi í siðgæðis- og tilfinningaþroska - í æskunni er framtíð
  þjóðarinnar.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri
Samþykkt: 
 • 1.1.2004
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1313


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristín S. Halldórsdóttir_e.pdf48.32 kBOpinnBörn og tilf - efnisyfirlitPDFSkoða/Opna
Kristín S. Halldórsdóttir_h.pdf110.42 kBOpinnBörn og tilf - heimildaskráPDFSkoða/Opna
Kristín S. Halldórsdóttir_heild.pdf274.57 kBTakmarkaðurBörn og tilf - heildPDF
Kristín S. Halldórsdóttir_u.pdf106.46 kBOpinnBörn og tilf - útdrátturPDFSkoða/Opna