is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13130

Titill: 
 • Verkferlar og Innra eftirlit. Úttekt á verkferlum og innra eftirliti fjárhagsaðstoðar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarverkefnisins snýr að úttekt á ferli fjárhagsaðstoðar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Einnig er leitast eftir því að svara hvort nægilega gott innra eftirlit sé til staðar með fjárhagsaðstoð. Mikilvægt er að hafa gott ferli á þjónustu eins og veitt er af Velferðarsviði þar sem gæðum afgreiðslu fjárhagsaðstoðar er úthlutað til íbúanna. Innra eftirlit er mikilvægur þáttur og stuðlar aukið eftirlit að betri gæðum á þeirri þjónustu sem Reykjavíkurborg veitir íbúum sínum.
  Rannsóknarspurningarnar eru:
   Hvernig er ferli fjárhagsaðstoðar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar?
   Hvernig er innra eftirlit með ferli fjárhagsaðstoðar Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar?
  Til að svara rannsóknarspurningunum voru tekin viðtöl við einn starfsmann frá öllum sex þjónustumiðstöðvum Reykjavíkurborgar. Tilgangurinn var að fá innsýn í upplifun viðmælenda á ferli fjárhagsaðstoðar og innra eftirliti fjárhagsaðstoðar. Niðurstöður sýna að ferli fjárhagsaðstoðar er á heildina litið gott en ýmsa þætti væri hægt að bæta. Á öllum þjónustumiðstöðvunum virðist fara fram samviskusamleg skráning, úrvinnsla og geymsla á gögnum einstaklinga. Þar sem verið er að vinna með mikið af persónulegum upplýsingum er mikilvægt að skjalamál séu í lagi, og gæti sérfræðingur í skjalamálum stuðlað að því að það væri í lagi á öllu sviðinu. Hægt væri að betrumbæta ferli áfrýjana með því að setja inn staðlað form, sem hægt væri að kalla fram í Málaskrá og myndi auðvelda vinnuferli áfrýjana. Mikill ávinningur væri fyrir deildarstjóra að fá að hafa til skiptis áheyrnarfulltrúa inni á áfrýjunarfundunum. Ferli þjónustumiðstöðva við skrifstofu fjármála og reksturs er gott á heildina litið.
  Miklar endurbætur hafa verið framkvæmdar á vélrænu eftirliti í Málaskrá, en væri hægt að bæta ýmislegt til að gera innra eftirlit fjárhagsaðstoðar enn betra. Fræða þarf stjórnendur og starfsfólk betur um innra eftirlit. Þörf er á að lykilstarfsfólk sé betur upplýst um mikilvægi þess að rýna þær tölfræðiupplýsingar, sem eru til staðar og að fylgst sé með því að sú vinna sé framkvæmd. Mikilvægt er að haft sé eftirlit með verkferlum fjárhagsaðstoðar. Gæðahandbók stuðlar að samræmdu verklagi, samræmdri afgreiðslu erinda og tryggir jafnræði notenda við afgreiðslu mála. Þörf er á að skipaður verði gæðastjóri í fullt starf sem haldi utan um gæðastjórnun almennt.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð lokuð í eitt ár skv. fyrirmælum frá kennslusviði.
Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13130


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS.ritgerð.pdf1.42 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna