is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13133

Titill: 
 • Stefnumótunarferill fyrirtækja, mótun og framkvæmd. Raundæmisrannsókn hjá Alvogen og Össuri
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Talsvert hefur verið ritað um stefnumótunarferil fyrirtækja í gegnum tíðina en hann er sá ferill sem farið er eftir við mótun stefnu. Líta má á stefnumiðaðar áætlanir sem afurð stefnumótunarferilsins en fjárhagsáætlanir eru jafnan taldar gegna lykilhlutverki í því að innleiða stefnuna.
  Markmið ritgerðarinnar er að rýna í stefnumótunarferilinn með áherslu á samband stefnumiðaðra áætlana og fjárhagsáætlana. Þessi rýni beindist bæði að fræðilegum heimildum og einnig reynslu fyrirtækja. Rannsókn var gerð á tveimur fyrirtækjum, Alvogen og Össuri. Stefnumótunarferill þeirra var kortlagður og sambandið á milli stefnumiðaðra áætlana og fjárhagsáætlana kannað.
  Niðurstöður ritgerðarinnar varpa ljósi á að það virðist vera nokkurt tómarúm í fræðunum þegar kemur að því að lýsa sambandinu á milli stefnumiðaðra áætlana og fjárhagsáætlana. Ýmsir fræðimenn hafa bent á að nauðsynlegt sé að hafa snertiflöt á milli þessara áætlana. Þegar kemur hins vegar að þekkingu á því hvernig þessi snertiflötur eigi að vera er nánast komið að tómum kofanum. Þó hefur verið bent á að sveigjanlegar áætlanir og samvinna fólks sem kemur að stefnumiðuðum áætlunum og fjárhagsáætlunum geti styrkt sambandið á milli þeirra.
  Raundæmin sem skoðuð voru eru um margt mismunandi. Alvogen tvinnar saman stefnumótunarferil sinn við fjárhagsáætlunina. Áhersla er lögð á markmið til fimm ára og fjárhagsáætlun fyrirtækisins, en þessir þættir eru samtvinnaðir. Össur á hinn bóginn, vinnur út frá fjárhagsáætlun og hefur fastmótaðan stefnumótunarferil. Össur leggur talsverða vinnu við stefnumótun sína og nýtir sér fjöldann allan af tólum til að styðja við mótun og innleiðingu stefnunnar. Össur hefur nýverið innleitt víðtækari fjárhagsáætlun (beyond budgeting). Því er ljóst að samband stefnumiðaðrar áætlunar og fjárhagsáætlunar á eftir að skýrast betur þegar þeirri innleiðingu er lokið. Í báðum þessara fyrirtækja er hugað að samþættingu áætlananna og þess gætt að fjárhagsáætlanir séu sveigjanlegar með því að notast við hlaupandi spá.

Athugasemdir: 
 • Ritgerð lokuð í fimm ár (til október 2017) skv. beiðni frá kennslusviði HÍ.
Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13133


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga Lilja.pdf688.28 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna