is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13136

Titill: 
 • Mat á mikilvægi þjónustuþátta líkamsræktarstöðva
 • Titill er á ensku Assessing the importance of fitness centers service attributes
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Líkamsræktarstöðvum hefur fjölgað mikið á Íslandi undanfarin ár í kjölfar aukinnar vitundarvakningar fólks um heilbrigði og hreyfingu heilsueflingarskyni. Með aukinni eftirspurn og fjölbreyttara þjónustuframboði er mikilvægt að kanna hverjar þarfir neytenda eru og væntingar þeirra til þjónustu líkamsræktarstöðva. Slíkar upplýsingar má nota til að aðlaga þjónustuframboðið og bæta þjónustugæðin og ná þannig samkeppnisforskoti á markaðnum.
  Markmið rannsóknarinnar er að kanna mat fólks á höfuðborgarsvæðinu á mikilvægi þjónustuþátta líkamsræktarstöðva. Jafnframt að kanna hvort munur er á þessu mati á milli hópa; þeirra sem stunda og stunda ekki líkamsrækt, á milli kynja og eftir menntun.
  Í rannsókninni var notast við megindlega rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir nemendur Háskóla Íslands. Hann var sendur til þeirra í tölvupósti og bárust alls 325 svör. Notast var við spurningalistann SQS-FC (Service Quality for Fitness Centers) sem var hannaður og prófaður í Tyrklandi með það að markmiði að mæla skynjun viðskiptavina á þjónustugæðum líkamsræktarstöðva. Hann skiptist í fjórar þjónustuvíddir, starfsfólk, umhverfi og starfsemi, viðbótarþjónustu og æfingadagskrá. Niður á þjónustuvíddirnar skiptast 25 þjónustuþættir og eru þátttakendur beðnir um að taka afstöðu til mikilvægis þeirra.
  Niðurstöðurnar rannsóknarinnar sýna að þátttakendur meta sex þjónustuþætti líkamsræktarstöðva mikilvægari en aðra. Þeir eru „þekking og hæfni starfsfólks“, „viðeigandi tímasetning æfingatíma“, „hvatning fyrir viðskiptavini“, „að starfsfólk veiti viðskiptavinum endurgjöf á frammistöðu þeirra og árangur“, „ráðgjöf sérfræðinga“ og loks „barnagæsla“. Munur er á mati kynjanna á mikilvægi þjónustuþátta líkamsræktarstöðva, konur meta næstum helming þeirra mikilvægari en karlar eða alls 12 þjónustuþætti. Ekki er munur á mati þeirra sem stunda líkamsrækt annars vegar og þeirra sem ekki stunda líkamsrækt hins vegar á mikilvægi þjónustuþátta líkamsræktarstöðva, né eftir menntun.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13136


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal PDF.pdf930.69 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna