en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13137

Title: 
  • is Tengsl markaðsráða við víddir vörumerkjavirðis þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði
Submitted: 
  • September 2012
Abstract: 
  • is

    Fáar rannsóknir hafa verið gerðar með þann tilgang að kanna hver tengsl mismunandi markaðsráða eru við vitund, ímynd og vörumerkjavirði. Enn færri rannsóknir hafa kannað þessa þætti hjá þjónustufyrirtækjum á neytendamarkaði og er því ákveðið tómarúm í fræðunum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tengsl mismunandi markaðsráða við vitund og ímynd þjónustufyrirtækja á neytendamarkaði og að kanna tengsl vitundar og ímyndar við vörumerkjavirði. Kanna átti einnig hvort munur væri á þessum tengslum eftir ólíkum þjónustuflokkum, sem einkennast af hversu mikillar þátttöku er krafist af viðskiptavinum í þjónustuferlinu. Rannsóknin er sú fyrsta sinnar tegundar, samkvæmt bestu vitund höfundar. Rannsóknin byggist á megindlegri rannsóknaraðferð, í formi spurningakönnunar. Þeir markaðsráðar sem notast var við eru verð, kynningarstarf, verðtilboð, þjónustuferli, umhverfi og starfsfólk. Helstu niðurstöður sýna fram á að markaðsráðarnir starfsfólk og umhverfi hafa sterkustu tengslin við vitund og ímynd. Niðurstöður sýna jafnframt fram á að ímynd hefur helmingi sterkari tengsl við vörumerkjavirði, en vitund. Niðurstöður gefa til kynna að munur sé á tengslum markaðsráða við vitund og ímynd, sem og á tengslum vitundar og ímyndar við vörumerkjavirði eftir ólíkum þjónustuflokkum.

Accepted: 
  • Sep 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13137


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Katrín Þ. Jóhannsdóttir - MS lokaritgerð.pdf537.9 kBOpenHeildartextiPDFView/Open