is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13146

Titill: 
  • Árangursmælingar í jafnréttisstarfi við Háskóla Íslands
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða hvaða mælingar henta við mat á árangri jafnréttisstarfsins við Háskóla Íslands. Verkefnið er styrkt af Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands. Rannsóknarspurningarnar eru: Hvaða skilningur er á jafnrétti í jafnréttisáætlunum Háskóla Íslands? Hvað einkennir árangursmælingar á jafnrétti? Hverjir eru kostir og gallar jafnréttismælikvarða? Og að lokum: Hvaða árangursmælingar og mælikvarðar henta til mælinga og veita niðurstöður sem endurspegla árangur af jafnréttisstarfi innan Háskóla Íslands? Helstu rannsóknaraðferðir voru lesefnisleit og innihaldsgreining. Stefnumiðað árangursmat og 4H aðferðin voru hafðar til viðmiðunar við það að finna út hvaða mælikvarðar hentuðu til mælinga á markmiðum Jafnréttisáætlunar Háskóla Íslands 2009-2013.
    Í niðurstöðum eru lagðir til mögulegir mælikvarðar í jafnréttisstarfinu, tengdir markmiðum Jafnréttisáætlunarinnar 2009-2013. Tekið er mið af nokkrum jafnréttismælikvörðum Háskólans í Uppsölum og glerþaksmælikvarðanum, þeir aðlagaðir Háskóla Íslands og tekin dæmi. Merkja má áherslubreytingu á skilningi á jafnréttishugtakinu frá jafnrétti í útkomu að jafnrétti tækifæranna í Jafnréttisáætlun Háskóla Íslands 2009-2013. Einkenni árangursmælinga eru m.a. þau að með notkun þeirra er þrýst á að kyngreind gögn séu til staðar innan skipulagsheilda og þær gera mótun stefnu markvissari. Ókostir eru þeir að við samlagningu hópa út frá útreiknuðu mælikvarðagildi og vægi í heildarmælikvarða myndast hætta á því að ójöfn kynjahlutföll jafnist út.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS-ritgerð-lokaskil.docx.pdf1.07 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Heimildaskrá-lokaskil.pdf381.63 kBOpinnHeimildaskráPDFSkoða/Opna