is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13148

Titill: 
 • Sætið við borðið: Hvert stefnir mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum á umbrotatímum?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Árið 2008 varð íslenskt efnahagslíf fyrir mesta áfalli sem sögur fara af þegar þrjú stærstu fjármálafyrirtæki landsins fóru í greiðsluþrot. Í kjölfarið fylgdu gríðarlegar breytingar á vinnumarkaði sem höfðu meðal annars í för með sér mikið atvinnuleysi. Yfirstjórnir fyrirtækja stóðu frammi fyrir erfiðum ákvörðunum sem oftar en ekki fólu í sér mikla endurskipulagningu mannauðsins. Árferði sem áður einkenndist af þenslu og útrás breyttist í árferði sem lagði áherslu á aðhald í kostnaði og samdrátt.
  Viðfangsefni lokaverkefnisins er rannsókn á mannauðsstjórnun og hvaða áhrif efnahagshrunið hefur haft á hana. Einnig er skoðað hvaða sýn stjórnendur hafa á mannauð og mannauðsstjórnun og hvort hún hefur breyst eftir hrunið. Markmið verkefnisins er tvíþætt. Annars vegar að taka saman fræðilegt yfirlit, og draga fram aðferðir og líkön sem fræðimenn telja vænleg til árangurs og hins vegar að framkvæma rannsókn sem lögð yrði til grundvallar umræðu um viðfangsefnið.
  Rannsóknin notar eigindlega rannsóknaraðferð og voru þátttakendur valdir með hentugleikaúrtaki út frá starfssemi og tekin viðtöl við valda yfirstjórnendur og mannauðsstjóra í fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu. Hún byggir á hugmyndum Ulrich (2005) um virðistillögu mannauðssins og Kearns (2010) um þroskastig mannauðsstjórnunar.
  Helstu niðurstöður benda til þess að heildarsýn yfirstjórnenda og mannauðsstjóra á mannauð og mannauðsstjórnun hafi ekki breyst mikið eftir efnahagshrunið. Hins vegar hefur efnahagshrunið haft þau áhrif að staða mannauðsstjóra innan vissra fyrirtækja hefur breyst. Stjórnendur fyrirtækja þurftu að takast á við verkefnið stjórnun af fullum þunga. Margir þurftu að horfast óþægilega í augu við eigin vanmátt og veikleika. Í ljós kom að vissar ákvarðanir eins og harkalegur niðurskurður reyndust rangar. Ákvarðanir voru byggðar á skammsýni fremur en að horfa lengra fram í tímann. Virði stefnumiðaðrar mannauðsstjórnunar sannaði sig í vissum tilfellum. Margir stjórnendur stóðust prófið og skiluðu fyrirtækinu heilu og höldnu í gegnum erfiðasta tímabilið.
  Lykilhugtök eru mannauður, mannauðsstjórnun, stefna og stefnumiðuð mannauðsstjórnun.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13148


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS_StjStm_HRR_Lokautgafa.pdf1.02 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna