en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13152

Title: 
  • Title is in Icelandic Hvert skal halda? Stefnumótun og markaðssetning Vík Prjónsdóttur
  • Where to now? The strategy and marketing of Vík Prjónsdottir
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Markaðsfræði og stefnumótun eru grunnurinn að nútíma fyrirtækjarekstri. Mörg fyrirtæki byrja sem sprotar, umfangið er lítið og helsta markmiðið er hallalaus rekstur. Þau fyrirtæki sem vilja fara í flóknari og umfangsmeiri rekstur þurfa að beita aðferðum markaðsfræðinnar og stefnumiðaðrar stjórnunar til að komast yfir á næsta þroskastig. Viðfangsefni þessa lokaverkefnis var að kanna hvernig lítið hönnunarfyrirtæki í ullariðnaði geti tekið næsta skref og orðið að arðbæru fyrirtæki með því að auka sölu. Skoðuð voru tæki stefnumótunar og markaðsfræðinnar og þau síðan notuð til að greina fyrirtækið. Til að varpa ljósi á ytra og innra umhverfið var beitt PESTEL greiningu , SVÓT greiningu og fimm krafta greiningu Porters og virðiskeðjan var greind ásamt virðisnetinu. Aflað var upplýsinga um fyrirtækið með viðtölum og notaðar þær tölulegu upplýsingar sem liggja fyrir um fyrirtækið. Fjallað var um markaðssetningu og þá sérstaklega um markaðssetningu á netinu sem er orðið lykilatriði í markaðsmálum margra fyrirtækja. Fyrirtækið hannar ullarvörur og selur til söluaðila eða í vefverslun en úthýsir framleiðslunni til eins birgja. Kraftur birgjans er mikill og jafnframt eru ógnanir sem steðja að fyrirtækinu þar sem vélakostur birgjans er orðinn gamall og tæknilega að verða úreltur. Fyrirtækið þyrfti að bregðast við þessari ógn til að treysta framleiðsluferlið. Mestur hagnaður fæst vegna sölu í vefverslun fyrirtækisins sem er aðgengileg á heimasíðu þess. Heimasíðan og vefverslunin uppfylla ekki nægilega vel kröfur sem gerðar eru í dag til markaðssetningar á netinu né nýta þá tæknilegu möguleika sem vefurinn býður upp á. Til að komast á næsta stig þarf fyrirtækið að móta skýra framtíðarsýn til lengri tíma, gera markaðsáætlun með mælanlegum markmiðum og fylgja henni eftir. Sóknaráætlun miðar að því að auka sölu fyrirtækisins.

Accepted: 
  • Sep 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13152


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ragnar_Tryggvi_Snorrason_BS.pdf897.17 kBOpenHeildartextiPDFView/Open