en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13165

Title: 
  • is Áhrif fjármagnsinnflæðis á raunhagkerfi Íslands
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • is

    Fjármálabólan sem sprakk á Íslandi í september 2008 kom flestum Íslendingum að óvörum, enda hafa svona umsvifamiklar bólur ekki myndast á Íslandi í manna minnum. Þrátt fyrir það eru bólur af þessu tagi tíðar út í heimi og gerast reglulega. Robert Aliber hagfræðiprófessor við Chicaco háskóla segir að Ísland sé skólabókadæmi um þjóð sem lendir í bólu og sé fórnarlamb fjármagnsinnflæðis sem átti sér stað fljótlega eftir einkavæðingu bankanna árið 2002. Á bólutímanum 2003 til 2008 breyttist hegðun manna sem hafði áhrif á vinnumarkaðinn. Vinnuaflið færðist til á milli atvinnugreina, störf sem einu sinni voru talin eftirsótt hættu því og ný komu í staðinn.
    Í þessari ritgerð er gerð frumþáttagreining á íslenska vinnumarkaðnum þar sem breytingarnar er flokkaðar í tilsvarandi frumþætti. Þrír frumþættir eru skoðaðir. Frumþáttur 1 er flutningur vinnuafls úr framleiðslugreinum yfir í þjónustugreinar en hann útskýrir 52% af breytileika vinnumarkaðarins. Frumþáttur 2 er flutningur vinnuafls úr ferðaþjónustu og fiskveiðum yfir í mannvirkjagerð, veitustarfsemi og framleiðslustarfsemi. Hann má er að mestu vegna byggingu Kárahnjúkavirkjunar og álversins í Reyðarfirði og útskýrir 19% af breytileika vinnumarkaðarins. Frumþáttur 3 er bólufrumþátturinn en hann lýsir flutningi vinnuafls frá heilbrigðisgreinum og fiskveiðum yfir í mannvirkjagerð, fjármálastarfsemi, samgöngur og verslun. Bólufrumþátturinn útskýrir 10% af breytileikanum. Einnig eru skoðaðir tveir stærstu frumþættirnir á Spáni og Írlandi. Það kemur í ljós að fyrstu frumþættirnir í báðum löndum er flutningur vinnuafls úr framleiðslugreinum yfir í þjónustugreinar. Bólufrumþættirnir í báðum löndum eru frumþættir 2. Þegar bólufrumþættir allra landa voru bornir saman þá kemur í ljós frumþáttur Spánar er stærstur, síðan kemur Írland og síðast Ísland. Bólan á Íslandi hefur ekki haft eins mikil áhrif á vinnumarkað hér á landi eins bólurnar á Írlandi og Spáni höfðu á sinn vinnumarkað.

Accepted: 
  • Sep 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13165


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Áhrif fjármagnsinnflæðis á raunhagkerfi Íslands.pdf1.03 MBOpenHeildartextiPDFView/Open