is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13167

Titill: 
 • Spágeta nýkeynesísks DSGE-líkans fyrir lítið opið hagkerfi. Bayesískt mat með íslenskum gögnum
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • September 2012
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð er sett fram nýkeynesískt, tímatengt, almennt jafnvægislíkan með slembistærðum (e. dynamic stochastic general equilibrium model, DSGE) fyrir lítið opið hagkerfi og það metið með bayesískum aðferðum og íslenskum gögnum. Bæði virkni og spágeta líkansins er könnuð sem og fjallað er ítarlega um helstu fræðigreinar á sviðinu og saga fræðigreinarinnar rakin í stuttu máli.
  Nýkeynesísk DSGE-líkön byggja á rekstrarhagfræðilegum grunni þar sem samspil fyrirtækja og heimila, undir skorðum efnahags- og peningastefnu hvers tíma, skapar aflfræðina í hagkerfinu sem líkt er eftir. Líkanið samanstendur af fáeinum vel þekktum eiginleikum líkana fyrir lítil opin hagkerfi úr útgefnum fræðigreinum, s.s. tregbreytanleika nafnstærða (e. nominal rigidities), verðtryggingu í formi tengingar verðs og launa við verðbólgu, tregbreytanleika raunstærða í gegnum venjumyndun í neyslu (e. habit formation) en gert er ráð fyrir að fjármagn sé fasti. Að auki deilir litla opna hagkerfið alþjóðlegri áhættu með erlenda hagkerfinu þar sem vænt gengisþróun innlendu myntarinnar hefur áhrif á áhættuálagið.
  Mat á DSGE-líkönum krefst þess að valið sé úrtak sem nær yfir stöðugt tímabil. Af þessum sökum er áhugavert að skoða hvernig slíkt líkan stendur sig í að lýsa og spá fyrir þróun örhagkerfis eins og því íslenska, þar sem sveiflur eru gjarnan mjög miklar. Að auki er lítið til af greinum sem fjalla sérstaklega um útfærslu á DSGE-líkani fyrir Ísland en fræðigreinar hafa sýnt að spágeta DSGE-líkana er mjög misjöfn og er þessi ritgerð liður í að kanna það.
  Líkanið var metið með MCMC-hermun (e. Markov Chain Monte Carlo) og spágeta þess metin með tilliti til tveggja VAR-líkana og eins einfalds líkans. Niðurstaða spágerðarinnar er í nokkru samræmi við aðrar rannsóknir en telja má líkanið samkeppnisfært miðað við viðmiðunarlíkönin fyrir sumar breytur og mismunandi spátímabil en það náði að fanga ýmsa mikilvæga eiginleika íslenskra haggagna en aðra ekki nægilega vel.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13167


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
OlafurSH_MSC_med_forsidu.pdf2.94 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna