Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13169
Fasteignarmarkaður er undirstöðu markaður allra neyslumarkaða. Er þetta sökum hversu hátt hlutfall af eignum fólks fasteignin sjálf er.
Rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að fyrirtæki sem standa vel að stefnumarkandi markaðsáætlanagerð og búa yfir markaðslegri færni ná almennt betri árangri en þau sem gera það ekki.
Þetta MS verkefni inniheldur stefnumarkandi markaðsáætlun fyrir nýtt vörumerki á fasteignasölumarkaði. Gerð var greining á fasteignasölumarkaði með tilliti til innri og ytri þátta fyrirtækisins. Því næst voru tækifæri og ógnanir ásamt styrkleikum og veikleikum metnir. Fjárhags og markaðsleg markmið voru sett fram. Markaðsstefna var mótuð og markhópur ákveðinn ásamt útlistun á æskilegri staðfærslu og hvernig bæri að beita söluráðum gagnvart honum til að ná henni fram. Loks var var sett fram áætlun um innleiðingu stefnunnar á tímabilinu og rekstrarreikningur, og viðmið um eftirlit á öllu saman.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Jónas Þór_ritgerð.pdf | 745.46 kB | Open | Heildartexti | View/Open |