is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13170

Titill: 
  • Leiðtoginn á Landspítala - áherslur, sýn og framkvæmd. „ég þrífst á góðum starfsanda“
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Megintilgangur verkefnisins var að skoða leiðtogahætti stjórnenda á Landspítala og hvað má læra af þeim. Skoðað var hvaða aðferðum stjórnendur beita við lausn viðfangsefna á Landspítala. Eigindleg rannsóknaraðferð var notuð þar sem fyrirbærafræði Vancouver-skólans var lögð til grundvallar. Tekin voru viðtöl við 12 einstaklinga, yfirlækna og deildarstjóra á Landspítala. Þátttakendur, einnig nefndir meðrannsakendur, teljast til sama stjórnunarlags innan stofnunarinnar.
    Í kenningum um leiðtogahætti er leitast við að útskýra hvað mótar þá. Kenningar um atferli (aðgerðaforysta / umbreytingarforysta) og umhverfi (aðstæðukenning / óvissukenning) eru þar veigamiklar. Innan annarra kenninga er sjónum beint að persónulegum þáttum leiðtogans (ósvikin forysta / kenningin um mikilmennið / eiginleikakenningin). Fjallað er um líkön og matsaðferðir (leiðtogagrindin / LPC líkan Fiedler) sem að meta styrkleika stjórnenda. Sett er fram greiningarlíkan sem notað er til að greina þá þætti sem einkenna farsæla leiðtoga.
    Ljóst er að starf millistjórnenda á Landspítala er margþætt. Niðurstöður benda til þess að stjórnunarstíll þeirra sé ósvikinn en mest áhersla er lögð á mannauðsmál og fer mestur tími vinnu þeirra í samskipti við starfsmenn. Millistjórnendur Landspítala leggja mikla áherslu á þróun skipulagsheildarinnar og að leiða hana í átt að sameiginlegum markmiðum. Lögð er áhersla á ná þeim markmiðum með góðum samskiptum og að mæta þörfum starfsmanna. Leiðtogar beita þar kænsku, innsæi og ígrundun til að draga fram styrkleika skipulagsheildarinnar og draga úr veikleikum hennar.

Samþykkt: 
  • 20.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13170


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Leiðtogi á Landspítala.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna