is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13171

Titill: 
 • Yfirfærsla starfstengds náms: Hvað veldur að starfstengt nám nýtist sumu starfsfólki en öðru ekki?
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Fyrirtæki verja árlega miklum fjármunum til þjálfunar og fræðslu starfsmanna. Það er því mikilvægt að huga að því hvernig þeim fjármunum er varið og hvort tilætlaður árangur náist. Það er þó ekki nóg að horfa einvörðungu á fjárhagslegan ávinning heldur þarf einnig að greina hindranir og leita lausna, sem geta legið hvort sem er innan fyrirtækis eða hjá starfsmanni.
  Rannsóknin beindist að því að skoða hvað veldur því að þjálfun og fræðsla nýtist starfsfólki misvel og greina helstu ástæður þess. Þátttakendur voru stjórnendur starfsstöðva hjá N1, sem fóru gegnum námskeiðsröð sem saman stóð af sex sjálfstæðum námskeiðum.
  Rannsóknarsniðið var byggt á greiningarlíkani Brinkerhoffs. Byrjað var á að leggja fjölvalsspurningar fyrir þátttakendur. Eftir flokkun á niðurstöðum voru einstaklingsviðtöl tekin við tvo hópa, - Þá sem töldu námið gagnlegt og þá sem töldu það ekki gagnlegt. Með viðtölunum var hægt að fylgja eftir svörum þátttakenda og leita skýringa. Niðurstaðan leiddi í ljós að þeir sem voru ánægðir með námið töldu það fyrst og fremst áhugavert og góða upprifjun. Þeir sem voru ekki ánægðir komu með ýmsar gagnlegar ábendingar, meðal annars varðandi efnistök, innihald og skipulag. Hóparnir áttu það sameiginlegt að hafa jákvætt viðhorf til sí- og endurmenntunar en höfðu ólíkar væntingar. Varðandi gagnsemi námsins þá virtist þátttakendum í sjálfsvald sett hvort þeir nýttu sér það eða ekki.
  Meginniðurstaða rannsóknarinnar er sú að víðtæk þarfagreining er frumforsenda þess vel takist að brúa bilið milli æskilegs árangurs og raunárangurs. Jafnframt er mikilvægt að sett séu skýr markmið varðandi tilgang og yfirfærslu þegar um þjálfun og fræðslu er að ræða og að þau séu öllum hlutaðeigandi ljós. Starfsmenn þurfa að finna að framlag þeirra sé metið og þeir fái stuðning og hvatningu frá yfirmönnum til að nýta sér það sem þeir hafa lært. Aðalávinningur fyrirtækisins felst þó í því að ákveða hvernig mæla eigi árangur af þjálfun og meta hann. Að öðrum kosti er hætt við að fjármunum sé kastað á glæ.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13171


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnheiður Ragnarsdóttir.pdf1.54 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna