en English is Íslenska

Thesis (Master's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13173

Title: 
  • Title is in Icelandic Framtíðarþróun laxeldis á Íslandi
Degree: 
  • Master's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í byrjun áttugasta áratugs síðustu aldar vaknaði áhugi á fiskeldi sem nýrri atvinnugrein hér á landi. Það sem vakti áhuga stjórnvalda og stuðlaði að viðleitni þeirra til að setja fjármuni í fiskeldi var sú ósk og framtíðarsýn, að fiskeldi gæti aukið hagvöxt í landinu. Þetta fór á annan veg og vegna skorts á þekkingu og reynslu fóru mörg fiskeldisfyrirtæki í gjaldþrot á árunum 1984 til 1992 og tuttugu til þrjátíu fyrirtæki hættu rekstri (Halldór Halldórsson, 1992). Á undanförnum árum hefur vaknað áhugi hjá nokkrum fyrirtækjum að hefja aftur laxeldi á Íslandi í stórum stíl. Það er mjög áhugavert að kanna hvernig þessi fyrirtæki sjá fyrir sér þróun laxeldis á Íslandi, þar sem áhersla er lögð á markaðssetningu og samkeppnishæfni á alþjóðamörkuðum, auk þess að kanna helstu áhrifaþætti fyrir þróun greinarinnar. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn þar sem rannsakandi leitast við að fá innsýn í hugarheim viðmælenda.
    Helstu niðurstöður eru þær, að viðmælendur eru mjög bjartsýnir á laxeldi á Íslandi. Þeir telja það mögulegt að í framtíðinni verði laxeldi á Íslandi öflug atvinnugrein. Eftirspurn eftir fiskmeti hefur aukist mikið á síðustu árum og hefðbundin fiskveiði nær ekki að uppfylla kröfur heimsins um fisk. Viðmælendur töldu það eina leið af mörgum til þess að brauðfæða heiminn að auka fiskeldi. Í niðurstöðum kemur einnig fram varðandi markaðssetningu og samkeppnishæfni laxaafurða frá Íslandi, að Íslendingar eiga að sérhæfa sig í að þjóna sérkennum markaða, t.d. umhverfisvænum, þ.e. markaði sem vill hágæða- og virðisaukandi vöru. Viðmælendur voru almennt á þeirri skoðun að áhrifaþættirnir séu margir en að stjórnsýslan sé einn stærsti áhrifaþátturinn. Aðrir þættir eins og þekking, reynsla og gengi gjaldmiðils skipta miklu máli fyrir laxeldið, einnig umhverfismál og tæknimál sem eru í stöðugri þróun og eitthvað sem fyrirtækin verða að aðlagast á hverjum tíma.

Accepted: 
  • Sep 20, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13173


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Sandra Yunhong She MS 2012.pdf1.12 MBOpenHeildartextiPDFView/Open