is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13176

Titill: 
 • Stærðfræði í náttúrunni
Námsstig: 
 • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Verkefni þetta er unnið sem lokaverkefni til M.Ed gráðu með áherslu á sérkennslufræði.
  Í verkefninu skoða ég hvort mögulegt er að nota annars vegar umhverfið og hins vegar kennsluaðferðir sem byggja á kenningum Gardners í stærðfræðikennslu til að koma til móts við fjölbreyttar náms- og félagslegar þarfir nemenda í skóla án aðgreiningar.
  Verkefnið skiptist í tvennt. Fyrri hlutinn er fræðileg greinagerð þar sem fjallað er um kenningagrunninn að baki verkefnasafninu. Fjallað er um skólastefnuna skóli án aðgreiningar, kenningu Gardners um fjölgreindir, kenningar um þróun stærðfræðináms, kenningar um útikennslu og um samvinnunám sem leið til að efla nemendur náms- og félagslega. Að lokum er fjallað um námsmat sem er órjúfanlegur hluti náms.
  Seinni hlutinn samanstendur svo af verkefnum í stærðfræði og kennarahefti. Markmið verkefnanna er að nálgast stærðfræðileg viðfangsefni á óhefðbundinn hátt á sama tíma og þeim er ætlað að efla þátttöku allra nemenda. Hver nemandi nálgast verkefnin út frá sínum forsendum og sterku hliðum. Verkefnin eiga öll að vera unnin í pörum eða hópum þannig að á sama tíma og nemendur efla stærðfræðilega hæfni sína styrkjast þeir félagslega og í lýðræðislegri samvinnu. Námsmarkmið verkefnanna eru miðuð við lokamarkmið fjórða bekkjar samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.
  Í kennaraheftinu er kenningagrunnurinn reifaður ásamt leiðum sem mögulegt er að fara til að meta vinnu við verkefnin. Þar er einnig komið fram með hugmyndir að leiðum til að nota verkefnasafnið sem hlotið hefur nafnið Stærðfræði í náttúrunni, og er það jafnframt titill þessa verkefnis.

 • Útdráttur er á ensku

  This project is a master’s dissertation for an M.Ed degree with emphasis on special education. The project aims to answer the question whether it is possible to use everyday surroundings on one hand, as well as Howard Gardner‘s theory on mathematical education on the other hand, to meet students diverse educational and social needs in an inclusive school. The dissertation is dived into two parts. The theoretical exposition covers the paradigm on which the collection of projects is based. It discusses the educational strategy applied in inclusive schools and sheds light on Howard Gardner‘s theory on the development of mathematical education. Furthermore, it covers features on outdoor learning, as well as cooperative learning, as means to promote students learning and social skills. Finally, this chapter discusses student assessment as an integral part of learning. The second part of the paper contains a collection of projects in mathematics and a teacher‘s manual. The objective of the tasks is to approach mathematical problems in an unconventional way, and thus encouraging the participation of all students. Students approach the tasks given on their own terms, with their interests and strengths in the forefront. The tasks should all be solved in pairs or groups to make sure, that, while students improve their mathematical skills, they simultaneously strengthen their social abilities and sense for cooperation. The tasks are based on the objectives in the National Curriculum Guide in fourth grade mathematics. In the teacher‘s manual I seek to discuss the paradigm, as well as other approaches for project work assessment. Also, I strive to give further ideas on how to use the collection of projects, called Mathematics in Nature, which is also the title of this dissertation.

Samþykkt: 
 • 20.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13176


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Steinunn Margrét Larsen.pdf1.85 MBLokaður til...01.06.2034HeildartextiPDF