is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13178

Titill: 
  • Fjárfestingar Landsvirkjunar. Áhætta, skynsemi og ríkisábyrgð
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessa B.A. verkefnis er að skoða fjárfestingaráætlun Landsvirkjunar, sem er stærsta orkufyrirtæki á Íslandi, og einnig að leitast við að svara því hvernig best væri fyrir fyrirtækið að fjármagna aukinn vöxt sinn til framtíðar.
    Tengsl Landsvirkjunar og íslenska ríkisins eru kryfjuð og spurt að því hvernig eigi að lágmarka áhættu ríkissjóðs af starfsemi fyrirtækisins. Til þess að fá svör við þessum spurningum er farið fræðilega yfir hagkvæma fjármagnskipun fyrirtækja og fræðst um ríkisábyrgðir og tilgang þeirra. Einnig eru lánshæfiseinkunnir og áhættuliðir Landsvirkjunar skoðaðir sem og ríkisins. Í verkefninu er reynt að finna lausnir til bóta og er það gert, bæði með því að skoða skýrslur lánshæfisfyrirtækja sem og að skoða upplýsingar úr ársskýrslum Landsvirkjunar, gögn frá Hagstofu Íslands og Lánasýslu ríkisins. Höfundur notar síðan þessi gögn við sína eigin útreikninga til þess, meðal annars, að rannsaka þróun kennitalna Landsvirkjunar á milli ára. Markmiðið með slíkri kennitölurannsókn er að skoða hvað þyrfti að bæta til þess að fyrirtækið gæti fjármagnað komandi verkefni.
    Áhætta ríkisins er einnig sérstakt umfjöllunarefni og er spurt hvernig ríkið lágmarkar áhættu sína af starfsemi Landsvirkjunar og hvort það sé eðlilegt að hið opinbera sé að standa í áhættusömum rekstri sem þessum. Niðurstöður kennitölurannsókna höfundar sýna að rekstur og geta Landsvirkjunar fer batnandi með hverju árinu frá 2008 en enn er þó langt í land að fyrirtækið geti fengið lánsfé á góðum kjörum fyrir áætluðum verkefnum. Í ljós kemur úr gögnum Lánasýslu ríkisins að ríkisábyrgðir nema um 125% af vergri landsframleiðslu og nýtir Landsvirkjun sér 26 % af þeirri fjárhæð til ábyrgða. Erfitt verður að auka þessar ábyrgðir á skuldum og því kemst ríkið líklega ekki hjá því að leggja inn nýtt eigið fé til félagsins ef fjárfestingar- og arðsemisáætlanir eiga að verða að veruleika. Til að lágmarka áhættu ríkisins á verkefnunum væri hægt að gera Landsvirkjun að almennings hlutafélagi eða fjármagna einstök verkefni með svokallaðir verkefnafjármögnun. Úrlausnir sem þessar eru þó mjög pólitískar og engin ein rétt lausn til. Þá koma ýmis sjónarmið við sögu sem hver og einn verður að meta fyrir sig.

Samþykkt: 
  • 21.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13178


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lovísa Eiríksdóttir.pdf922.6 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna