is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13180

Titill: 
 • Áhættustjórnun. Að gera ráð fyrir hinu óvænta
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að komast að því hvaða afstöðu stjórnendur hafa til áhættustjórnunnar og hvernig upplifun þeirra væri af henni. Erlendar rannsóknir sýna að stjórnendur telja mikilvægt að menning fyrirtækja styðji við áhættustjórnunina og ennfremur að tilgangurinn sé rekstrarlegur og tryggi fyrirtækjum samkeppnisforskot.
  Til þess að finna svörin við þessum spurningum var úrtaki fyrirtækja skipt í tvo hópa; yfirstjórnendur sem ábyrgir eru fyrir rekstri fyrirtækjanna og bera endanlega ábyrgð á áhættustjórnun annars vegar og hins vegar áhættustjórnendur sem hafa það hlutverk að framfylgja áhættustjórnun innan fyrirtækjanna. Spurningalistakönnun var send til stjórnenda 46 fyrirtækja á Íslandi, á sviði fjarskipta, veitu, mannvirkjagerðar, iðnaðar, fólksflutninga, samgangna og vöruflutninga sem vitað er að nota áhættustjórnun á markvissan hátt. Svör bárust frá 30 þeirra eða 65% fyrirtækjanna. Kannað var til hvaða sviða áhættustjórnunin nær og hvort talið væri að hún ætti að ná til fleiri sviða að mati stjórnenda, hver helsti ávinningurinn væri, hverjar helstu ástæður væru fyrir því að áhættumat er gert og hvað reynist erfiðast við gerð þess.
  Helstu niðurstöður sýna að upplifun og afstaða stjórnenda var í flestum tilfellum í samræmi við rannsóknartilgátur og var munurinn marktækur í nokkrum tilvikum. Hvort betri ákvarðanir séu teknir fyrir tilstuðlan áhættustjórnunar og hvort skipulag fyrirtækis taki tillit til áhættustjórnunar þá reyndist ekki marktækur munur á svörum stjórnenda. Afstaða stjórnenda til áhættustjórnunar, ávinningi hennar, til hvaða sviða áhættustjórnun nær yfir og áskorunum við gerð áhættumats var nokkuð mismunandi eftir því hvort um yfirstjórnanda eða áhættustjórnanda var að ræða. Marktækur munur reyndist vera á milli stjórnenda varðandi hvort væntingar stjórnenda fyrirtækisins varðandi áherslur í áhættumati skili sér vel til starfsfólks.

 • Útdráttur er á ensku

  Abstract
  The main subject of this survey is to research attitudes and positions of managers in companies with regards to risk management. Researches carried out abroad show that the managers regard it most important to that company culture support the risk management and that it´s purpose is regarding operations and insures competition advantage..
  To find answers to confirm or not confirm the researches hypotheses managers were split into two groups, directors whos main responsibility is running the company and responsible for the risk and risk managers, whos main task is to enforce the plans of risk management within the company. A questionnaire was sent to officers in 46 Icelandic companies in telecommunications, energy service, construction, manufacturing, public transport and goods transportation that the researcher knew were working with risk management in a systematic way. The return rate was from 30 companies or 65% of the companies. Examined was to what areas in practice the risk management covered and whether or not it was considered enough or perhaps it should cover more areas. What was considered most beneficial, what were the main reasons for risk assessment and what was thought of as the hardest factor in making a risk assessment.
  The directors and risk managers experiences was in most cases similar regarding the researchers hypotheses . The attitudes amongst the two groups was rather different regarding risk management depending on the weather the response came from a director or a risk manager. The difference is in some cases significant. When asked whether better decisions are made because of the risk management and whether the companies framing took the risk management into consideration, a significant difference was in responses from the two groups of managers.

Samþykkt: 
 • 21.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13180


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhættustjórnun - Að gera ráð fyrir hinu óvænta.pdf1.78 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna