is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13181

Titill: 
 • Sviðsmyndagreining Keflavíkursafnaðar
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Markmið þessa verkefnis var að sjá fyrir þróun safnaðarstarfs með því að nota eina aðferð framtíðarfræðanna, sviðsmyndaaðferðina. Aðal hugðarefni var þróun safnaðarstarfs í Keflavíkurkirkju. Í verkefninu var reynt að útskýra eigindi sviðsmyndaaðferðarinnar, grundvallaratriði sviðsmyndaáætlunar og ágæti sviðsmyndaaðferðarinnar við að skoða breytingar og þróun í safnaðarstarfi.
  Í fræðilega hluta verkefnisins var gerð grein fyrir nokkrum fræðilegum rannsóknum á trúarlegum skipulagsheildum og hvað ýtir undir virkni safnaða og ástæður samdráttar í aðsókn að kirkjum og starfi þeirra.
  Í reynsluhluta verkefnisins voru fjórar mismundandi sviðsmyndir dregnar upp af framtíð safnaðarstarfs í Keflavík. Sviðsmyndirnar voru grundvallaðar á núverandi þekkingu og umræðu sjálfboðaliða í Keflavíkurkirkju og íbúa í Keflavík með þátttöku í sviðsmyndavinnustofu. Í mótun sviðsmyndanna var stuðst við blöndu eigindlegra og megindlegra þátta. Hinar 4 mótuðu sviðsmyndir gefa til kynna að kirkjan verður að vera árvökul og virk í að þróa framtíð sína til að geta gripið og nýtt sér þau tækifæri sem framtíðin mun færa henni.
  Lykilorð: Stjórnun og stefnumótun, sviðsmyndagreining, framtíðafræði, sviðsmyndi

Samþykkt: 
 • 21.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13181


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Kristinn Thor Jakobsson Meistararitgerd.pdf1.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna