is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13184

Titill: 
  • Hlutverk sérkennara : viðhorf og væntingar umsjónarkennara
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Skólastarf hefur undanfarna áratugi breyst mjög mikið og krafa til kennara aukist með tilkomu hugmyndafræðinnar skóli án aðgreiningar.
    Í verkefni þessu er sjónum mínum beint að viðhorfi umsjónarkennara til sérkennara í skóla án aðgreiningar. Hin ólíku sjónarhorn hugmynda-fræðinnar skóli án aðgreiningar hafa ef til vill haft þau áhrif að hún nær ekki alveg fram að ganga. Lykilatriði fyrir nemendur með sérþarfir er góð samvinna allra aðila innan skólakerfisins, eins og t.d. samvinna umsjónarkennara og sérkennara.
    Rannsókn mín á þessu málefni var framkvæmd í einum skóla og þar var gerð tilraun til að greina viðhorf og væntingar kennara til hlutverks sérkennarans.
    Spurningar sem lágu til grundvallar rannsókninni voru: Hvert er hlutverk sérkennara? Hvernig hefur samstarfi við sérkennara verið háttað og hvernig samstarf sjá kennarar fyrir sér í framtíðinni milli sérkennara og umsjónarkennara?
    Gagnaöflun byggðist á eigindlegum rannsóknaraðferðum. Tekin voru einstaklingsviðtöl við fjóra umsjónar¬kennara í þessum viðkomandi skóla.
    Í niðurstöðum kom fram að allir viðmælendur mínir voru sammála um að kennarar ættu að sinna námsþörfum allra nemenda í skóla án aðgreiningar. Samt sem áður vildu þeir meina að skóli án aðgreiningar væri ekki kominn eins langt í verki eins og af er látið.
    Viðhorf kennaranna til sérkennarans var jákvætt en þeir vildu þó sjá meiri og nánari samvinnu við sérkennarann í framtíðinni. Sú samvinna fælist þá sérstaklega í að fá ráðgjöf um ýmis góð ráð varðandi nemendur með sérþarfir. Það kom fram í viðtölunum að sérkennslan færi að mestu leyti fram utan bekkjarins og það væri eftirsóknarvert hjá nemendum að vinna að verkefnum sínum í ró og næði hjá sérkennara. Viðmælendur töluðu um að skipulag sérkennslu þyrfti alltaf að endurskoða og meta þyrfti hvert tilfelli fyrir sig, með hvaða hætti sérkennsla yrði hverju sinni, þar myndi nemendahópurinn ráða för.
    Viðmælendur mínir voru sammála um að í viðkomandi skóla væri unnið að stefnu um skóla án aðgreiningar eins og mögulegt væri. Allir voru sammála um að nemendur með sérþarfir fengju mjög góðan stuðning og sérkennslu innan skólans.

  • Over the last few decades school has changed a lot and the requirements made to teachers have increased with the ideology of inclusive education. In this assignment I focus on the attitude supervising teachers have towards special education teachers in inclusive education. The different views of the ideology for inclusive education may have had the effect that it has not quite got through. The key element for students with special needs is a good cooperation between all members of the school system, e.g. the cooperation between a supervising teacher and a special education teacher.
    My research on this matter was conducted at one school and there I
    made the effort to analyze the attitude and expectations teachers had toward the role of the special education teacher.
    The fundamental questions for this research were: What is the role of the special education teacher? How has the relationship with the special education teacher been? And what kind of cooperation do teachers see in the future relationship between special education teachers and supervising teachers?
    My data was mainly based on qualitative research methods. I conducted individual interviews with four supervising teachers at this school.
    My results show that all my interviewers agreed that teachers should attend to all the needs of the students in inclusive schools. Nevertheless they thought that the inclusive education were not as far along as would be expected.
    The teachers´ attitude towards the special education teacher was
    positive but they would like to see more results and a closer cooperation with the special education teacher in the future. That cooperation would mainly include a consultation about various things concerning students with special needs. The interviews revealed that the special need education mainly took place outside the classroom and that it was desirable for students to get to do their assignments in peace and quiet with the special education teacher. My interviewers said that the planning of the special need teaching constantly had to be revised. Each individual has to be assessed on its own to see how it was best to conduct his or her special education at each time, although with the students group in mind.

Samþykkt: 
  • 21.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13184


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ragnhildur Þorsteinsdóttir.pdf664.19 kBLokaður til...30.10.2027HeildartextiPDF