en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13186

Title: 
  • Title is in Icelandic Ok skal níð þat standa. Sennur og mannjöfnuður í eddukvæðum
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Til umfjöllunar í ritgerðinni eru tvær tegundir bókmenntagreina sem algengar voru á miðöldum. Greinarnar sem um ræðir eru níð og nefnast sennur og mannjöfnuðir. Tekin eru fyrir eddukvæðin Hárbarðsljóð, Hrímgerðarmál úr Helgakviðu Hjörvarðssonar og Lokasenna sem öll teljast til fyrrnefndra bókmenntagreina. Ýmis önnur dæmi verða tekin, meðal annars úr Snorra Eddu og Íslendinga sögum. Í inngangi ritgerðarinnar er fjallað lauslega um eddukvæðin, uppruna og aldur þeirra. Í öðrum kafla verða hugtökin senna og mannjöfnuður skilgreind og gerð góð skil. Þá er einnig skoðað verður í hvaða tilgangi þau eru notuð og hvernig kvæði falla að þeim. Í næstu köflum verða ofangreind eddukvæði skoðuð náið með það í huga að finna hvernig þau falla að hugtökunum um sennur og mannjöfnuði. Í umfjölluninni um Hárbarðsljóð er þrumuguðinn Þór einnig skoðaður og sýnt hvernig hann fellur oftar en ekki fyrir bellibrögðum annarra. Hrímgerðarmál eru senna sem segja frá skiptum tröllskessunnar Hrímgerðar Hatadóttur og Helga Hjörvarðssyni. Kaflinn leiðir í ljós hvernig kvæðið er augljóslega senna og vísað verður meðal annars í kenningu Karenar Swenson um hina fullkomnu sennu. Að lokum er fjallað um Lokasennu og siðferði goðanna krufin náið. Helstu rit sem stuðst er við eru ýmsar útgáfur eddukvæðanna, Snorra Edda, Íslensk bókmenntasaga Einars Ólafs Sveinssonar, rit Magnusar Olsens Edda og skaldekvad auk fjölmargra annarra íslenskra og erlendra bóka og fræðigreina.

Accepted: 
  • Sep 24, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13186


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Ba_ritgerð_tilbuin.pdf892.14 kBOpenHeildartextiPDFView/Open