is Íslenska en English

Skýrsla Háskólinn í Reykjavík > Viðskiptadeild > Skýrslur >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13188

Titill: 
 • Staða mannauðsstjórnunar á Íslandi: Cranet rannsóknin 2009
Útgáfa: 
 • 2009
Útdráttur: 
 • CRANET verkefnið á Íslandi 2009 er sjálfstætt framhald af CRANET rannsókninni sem fyrst var gerð hér á landi árið 2003 og síðan endurtekin 2006. Markmið verkefnisins var að skoða mannauðsstjórnun í íslenskum fyrirtækjum og stofnunum og bera saman aðferðir og nálgun við önnur lönd og greina þróun frá einum tíma til annars. Bornar eru saman ólíkar atvinnugreinar og skoðuð áhrifin af stærð skipulagsheilda. Þá er leitast við að staðsetja íslenskar skipulagsheildir á þroskastigum mannauðsstjórnunar. Könnunin var lögð fyrir ábyrgðaraðila starfsmannamála í öllum fyrirtækjum hér á landi árið 2009 með yfir 70 starfsmenn (allt þýðið) og því ekki um eiginlegt úrtak að ræða. Hún var framkvæmd rafrænt á tímabilinu mars til júní 2009. Svarendur voru alls 138 sem svarar til 41% svarhlutfalls. Skýrslan felur víða í sér samanburð við niðurstöður úr Cranet rannsókninni 2003 og 2006 og við niðurstöður CRANET könnunarinnar í Danmörku árið 2008. Skýrslunni er skipt í eftirfarandi sjö meginhluta.
  MANNAUÐSSTJÓRNUN Í SKIPULAGSHEILDINNI: Í þessum hluta CRANET skýrslunnar er að finna niðurstöður um stöðu mannauðsstjórnunar í skipulagsheildinni, þ.m.t. starfsmanna¬stefnu og aðra stefnumótun í fyrirtækinu, hlut¬verk og verksvið starfsmannastjóra, auk niðurstaðna um helstu áskoranir á sviði mannauðsstjórnunar á næstu árum.
  MÖNNUN OG RÁÐNINGAR: Í þessum hluta skýrslunnar eru upplýsingar um aðferðir við öflun umsækjenda, aðferðir við mat á umsækjendum, móttöku og þjálfun nýrra starfsmanna, aðgerðaráætlanir um fjölgun starfsmanna í ákveðnum samfélagshópum og tegundir vinnufyrirkomulags sem notaðar eru á vinnustaðnum.
  STARFSÞRÓUN OG ENDURGJÖF: Í þessum hluta skýrslunnar er fjallað um útbreiðslu frammistöðumats og starfsmannasamtala. Jafnframt er fjallað um ákvarðanatöku og nálgun við þjálfun starfsmanna, kostnað og umfang þjálfunar og viðbrögð við ófullnægjandi árangri starfsmanna.
  LAUN OG UMBUN: Í þeim hluta skýrslunnar þar sem fjallað er um laun og hlunnindi er greint frá aðferðum til að ákvarða grunnlaun ólíkra starfshópa og fjallað um útbreiðslu og eðli árangurstengdrar umbunar og breytilegra launa, auk þess sem fjallað er um hlunnindi umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir. Einnig er að finna í skýrslunni niðurstöður um launakostnað fyrirtækja sem hlutfall af heildarkostnaði.
  SAMSKIPTI VIÐ STARFSFÓLK: Í þessum kafla skýrslunnar er einkum skoðuð upplýsingamiðlun og upplýsingaöflun, annars vegar frá fyrirtæki til starfsfólks og hins vegar frá starfsmönnum til fyrirtækis eða stofnunar. Einnig er komið inn á þátttöku starfsmanna í stjórnun fyrirtækja og stofnana.
  MANNAFLI OG HAGRÆÐINGARAÐGERÐIR: Í CRANET könnuninni 2009 var bætt við nokkrum spurningum meðal annars í ljósi efnahagsástandsins og varða þær hópuppsagnir, viðmið í uppsögnum og aðrar kostnaðarlækkandi aðgerðir. Einnig er greint frá breytingum á mannafla síðustu þrjú ár, áformum um breytingar og starfsmannaveltu.
  ÞROSKASTIG MANNAUÐSSTJÓRNUNAR: Hér er gerð grein fyrir þroskastigum mannauðsstjórnunar hjá svarendahópnum, bæði með myndrænum hætti og með útreikningum á meðalþroskastigum fyrir mismunandi svið mannauðsstjórnunar og mismunandi hópa fyrirtækja og stofnana.

ISBN: 
 • 978‐9979‐9832‐1‐7
Athugasemdir: 
 • CRANET verkefnið á Íslandi 2009 er sjálfstætt framhald af CRANET rannsókninni sem fyrst var gerð hér á landi árið 2003 og síðan endurtekin árið 2006. Næsta rannsókn verður framkvæmd haustið 2012 og ný skýrsla gefin út í byrjun árs 2013. Upplýsingar um hana má fá í Háskólanum í Reykjavík eða á slóðinni http://www.ru.is/vd/rannsoknir/cranet/
Tengd vefslóð: 
 • http://www.ru.is/vd/rannsoknir/cranet/
Samþykkt: 
 • 24.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13188


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stada-mannaudsstjornunar-a-Islandi_2009.pdf2.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna