is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13193

Titill: 
  • Hvert liggur leið? Að lesa blóm á þessum undarlega stað
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Minningabók íslenskar hermanna 1914-1918 er upptalning á flestum þeim sem innrituðust í kanadíska herinn á árum fyrri heimstyrjaldarinnar og einnig á einstaklingum sem innrituðust í bandaríska herinn. Upplýsingarnar í Minningabókinni eru í raun heilmiklar en svara ekki nema broti af þeim spurningum sem vakna í tengslum við þetta efni. Því á bak við myndirnar og textann sem eru í bókinni leynist í raun miklu meiri og stærri frásögn. Bókin svarar heldur ekki þeirri spurningu til fulls hvar og hvernig Hallgrímur féll í Frakklandi 3. september 1918.
    Hvar var þá hægt að finna meira efni og heimildir um þetta tímabil í lífi Vestur- Íslendinga í Kanada sem börðust í skotgröfum Frakklands og annar staðar á þeim svæðum sem fyrri heimstyrjöldinni geisaði 1914-1918? Ef svo bæri til að þetta efni og vangaveltur um efnisleit bæri á góma í góðu kaffiboði þá yrði þeim sem spyrði líklegast ráðlagt ( á milli kaffibolla og tertusneiða) að leita á Veraldarvefinn, þann óendalega upplýsingabrunn sem hann er. Kaffibollinn yrði lagður til hliðar og þessi setning sögð:,,Af hverju seturðu þetta ekki bara í leit á Netinu?‘‘ (Af hverju gúglar þú þetta ekki bara). Í dag er það nefnilega þannig að þeim sem leita að upplýsingum er ekki bent á að drífa sig á næsta minjasafn eða bókasafn og setjast þar niður og glugga í bækur, gömul dagblöð og önnur gögn. Veraldarvefurinn er sá staður sem fólki dettur fyrst í hug í dag að leita á. En þá var það spurningin hvernig og á hvaða hátt gæti veraldavefurinn upplýst, miðlað og sagt söguna um líf og örlög íslenskra hermanna í Kanada, sem tóku þátt í stríðsátökunum í Evrópu 1914-1918?

Athugasemdir: 
  • Hluti lokaverkefnis er CD diskur sem unnin er í Prezi.
    Diskurinn er varðveittur með yfirlýsingu á safni Menntavísindasviðs en aðgengi er lokað til júní 2022.
Samþykkt: 
  • 25.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13193


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
forsíða kmh.pdf15.37 kBLokaður til...12.06.2022ForsíðaPDF
titilsíða kmh.pdf93.54 kBLokaður til...12.06.2022PDF
Greinag II yfirfarin.pdf533.23 kBLokaður til...01.06.2022GreinargerðPDF