en English is Íslenska

Thesis Iceland Academy of the Arts > Tónlistardeild > Lokaritgerðir (BA, B.Mus.) >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13194

Title: 
  • Title is in Icelandic Sungið með börnum : um söng og raddþroska barna
Submitted: 
  • September 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Söngur er hluti af eðlilegum þroska barna og hefst strax á fósturskeiði. Í þessari ritgerð verður fjallað um söng hjá börnum, hvernig hann þroskast og almenn atriði um kennslu og þjálfun barna til söngs þar til mútum er lokið. Aðalatriði þessarar ritgerðar eru raddþroski, söngþroski og að lokum söngkennsla og raddmein. Raddbönd eru óvirk en stjónast af mikilvægum vöðvum sem liggja í barkanum. Við fæðingu eru raddböndin aðeins sem þroskast til þess að verða liðband. Þessi þroski stendur yfir allt frá fæðingu barns og fram á fullorðinsár þegar mútum er lokið. Til hliðsjónar við þennan raddþroska er mikilvægt að horfa einnig til söngþroska. Hann hefst strax í móðurkviði þegar barn skynjar rödd móður sinnar samhliða hormónum í gegnum naflastreng. Raddsvið barna spannar mismikla vídd eftir aldri. Fram á skólaaldur eru skil milli tals og söngs óljós hjá börnum og er raddsviðið talsvert víðara í leik hjá börnum, til dæmis þegar hermt er eftir dýrum, en þegar þau eru að tala eða syngja. Söngþroskinn heldur svo áfram að þroskast fram á fullorðinsár. Í lok ritgerðarinnar er svo farið yfir undirstöðuatriði í söngkennslu sem og atriði sem vert að hafa í huga til að koma í veg fyrir raddmein á borð við hnúta á raddböndum.

Accepted: 
  • Sep 26, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13194


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerd.pdf155 kBOpenHeildartextiPDFView/Open