is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Listaháskóli Íslands > Hönnunar- og arkitektúrdeild / Department of Design and Architecture > Ritgerðir til BA-gráðu / BA theses (BA) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13195

Titill: 
  • Togstreitan á milli lífrænna og geómetrískra forma
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Efni þessarar ritgerðar fjallar um form eða lögun bygginga. Meginmarkmið hennar er að kynnast uppruna og merkingu lífrænna og geómetrískra forma, samhliða því að komast að því hvað mótar persónulega nálgun arkitekta í meðhöndlun formanna. Stuðst var við margvíslegar ritaðar heimildir, viðurkenndar greinar og viðtöl í formi myndbanda. Ritgerðinni er skipt upp í þrjá kafla. Í 1. kafla er fjallað um formfræði arkitektúrs. Í 2. kafla er veitt yfirlit yfir sögulega þróun formsins. Í 3. kafla eru form samtímans skoðuð. Í lokaorðum er að finna niðurstöður.
    Form heilla og sú sem hér heldur á penna hefur heillast sérstaklega að lífrænum formum. Ástæða þess er hulin ráðgáta og er því áhugavert athugunarefni hvers vegna ákveðin form eru sumum eðlislægari en önnur og hvort sagan, menningin og arfleiðin spili þar áhrifamikið hlutverk, eða ekki. Af þeim sökum urðu formin fyrir valinu sem viðfangsefni lokaritgerðar í arkitektúr við Listaháskóla Íslands.
    Vilji mannsins til þess að byggja hefur fyrst og fremst verið drifinn af nauðsyn hans fyrir skjóli. Notagildið vegur þungt í mótun formsins en þegar aðrar forsendur spila inn í, hvort sem þær eru trúarlegar, andlegar eða félagslegar, eiga formin það til að breytast. Sagan sýnir okkur að maðurinn hefur haft þörf fyrir að koma reglu á umhverfi sitt. Undir lok 20. aldar eiga miklar hræringar sér stað í mótun formsins. Kaótíkin dúkkaði upp á yfirborðið í formi bygginga sem virtust óraunverulegar. Má rekja það að einhverju leyti til tækninýjunga og möguleika sem ekki voru til staðar áður, en komu til með að hafa miklar afleiðingar á þróun formsins.

Samþykkt: 
  • 26.9.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13195


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerd.pdf1.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna