is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > B.A./B.Ed. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/1320

Titill: 
 • Að lesa sér til gagns
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi er lokaverkefni til B.Ed. gráðu við kennaradeild Háskólans á Akureyri,
  vormisserið 2006. Í ritgerðinni er fjallað um lesskilning og aðferðir sem efla hann.
  Lesskilningur er ferli sem leiðir til þess að lesandi smíðar í huga sér merkingu
  úr textanum sem hann les. Ýmsir fræðimenn leggja þá merkingu í hugtakið lesskilning
  að það felist í smíði merkingar í gagnvirkum tengslum lesenda og texta og þess
  samhengis sem tjáskiptin eiga sér stað í. Í þessu felst að merking textans getur verið
  sú sama hjá þeim sem skrifar og þeim sem les en þó þarf það ekki að vera þar sem
  túlkunin er háð fyrri þekkingu og reynslu lesanda. Margir þættir vinna saman og hafa
  áhrif á lesskilning. Sem dæmi um þessa þætti má nefna vinnsluminni, lestrar- og
  málferli, ályktunarhæfni, bakgrunnsþekkingu, námsvitund, þekkingu á orðaforða,
  þekkingu á efni textans, lestrarumhverfi og lestraraðferðir.
  Rannsóknir hafa sýnt að með því kenna nemendum aðferðir sem færir lesendur
  nota bæði ómeðvitað og meðvitað áður en lestur þeirra hefst, meðan á lestri stendur og
  eftir að texti hefur verið lesinn má bæta lesskilning verulega. Fjallað er um þessar
  aðferðir auk þess sem farið er yfir nokkrar helstu aðferðir sem notaðar eru til eflingar
  lesskilningi hér á landi. Þessar aðferðir eru gagnvirkur lestur, notkun hugtakakorta og
  „skoða, spyrja, lesa, segja, rifja upp“ (SSLSR) og „kann, vil vita, hef lært“ (KVL).
  Gagnvirkur lestur er aðferð sem hjálpar lesendum að komast í samband við texta sem
  lesinn er, að ná merkingu hans og að fylgjast með skilningi sínum. Notkun
  hugtakakorta auðveldar lesendum hugsun og skilning með því að skrá upplýsingar og
  tengja þær saman. Kennsluaðferðirnar SSLSR og KVL eru til þess fallnar að auka
  lesskilning nemenda með myndum spurninga, leit að svörum, samantekt og umorðun
  merkingar.
  Höfundur þessarar ritgerðar telur að góður lesskilningur sé það mikilvægur í
  lífinu að notkun kennsluaðferða, sem efla lesskilning, ætti að vera regla fremur en
  undantekning.

Athugasemdir: 
 • Verkefnið er lokað
Samþykkt: 
 • 1.1.2006
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/1320


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð Þórunn PDF.pdf739.99 kBLokaðurAð lesa - heildPDF