is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13200

Titill: 
 • Titill er á ensku Prognostic Factors for Survival in Advanced Cancer Patients in Iceland
 • Forspárþættir fyrir lifun sjúklinga með langt genginn krabbameinssjúkdóm á Íslandi
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Útdráttur er á ensku

  Over 150 different factors have been evaluated with regard to prognostication in cancer in various studies. The most common are performance status, cognitive function, quality of life (QoL), physical symptoms and signs, concomitant diseases and biochemical related factors. The aim of this thesis is to investigate the prognostic value of cancer characteristics, prevalent physical symptoms (e.g. pain, fatigue and dyspnoea), opioid treatment, mobility, falls, nutrition, cognitive function and QoL. The objective was also to compare the two datasets used in relation to prognostication and to evaluate survival prediction by health care professionals. A comparable study has not been conducted among Icelandic cancer patients before.
  Materials and methods: Data consisted of material from two prospective cohort studies, including 266 patients. Firstly, data from Icelandic participants in the European Pharmacogenetic Opioid Study (EPOS) were used (N=150). These patients, who all received opioid treatment due to pain, had cancer and were either on palliative care and/or life-prolonging cancer therapy. Secondly, assessments of patients in palliative care service evaluated with the interRAI Palliative Care (PC) assessment tool, were included (N=116). Statistical analysis was performed with Kaplan Meier survival and Cox regression analyses.
  Results: Median survival of the patients in the EPOS part of the study was 101 day. In a multivariate Cox regression, variables that significantly predicted shortened survival were greater number of metastases (HR 1.24) and presence of fatigue (HR 1.82). Higher score on Mini Mental State Examination (MMSE) (HR 0.86), the role function scale (HR 0.99) of the EORTC questionnaire and the Brief Pain Inventory (BPI) interference scale (HR 0.91) was significantly related to longer survival. In the study using the interRAI PC assessment tool the median survival was 41 day. The variables significantly associated with shorter survival in a multivariate Cox regression were increased age (HR 1.02), shortness of breath on exertion (HR 2.53), and falls in the last 30 days (HR 2.73). Health care professionals were most accurate in their prediction of survival when survival time was short.
  Conclusion: The group of cancer patients on opioids lived longer than the group of patients on first admission to palliative care. Shorter survival in advanced cancer patients on opioids was associated with more metastases, fatigue, lower cognitive function and lower role function as well as decreased interference of pain. Shorter survival in patients with advanced cancer on first admission to palliative care is associated with higher age, dyspnoea and falls. These results are in accordance with previous studies on prognostic factors in advanced cancer patients. The datasets were different especially regarding survival which could explain the different results from survival analyses.

 • Yfir 150 mismunandi þættir í ýmsum rannsóknum á krabbameinum hafa verið metnir m.t.t. forspárgildi fyrir lifun. Algengustu þættirnir eru líkamleg færni, vitræn geta, lífsgæði, líkamleg einkenni og tákn, aðrir sjúkdómar og lífefnafræðilegir þættir. Tilgangur þessarar rannsóknar var að athuga forspárgildi ýmissa krabbameinsþátta, algengustu einkenna (s.s. verkja, þreytu og mæði), ópíóíða meðferðar, hreyfigetu, byltna, næringar, vitrænnar getu og lífsgæða. Einnig var markmið að bera saman gagnagrunnina tvo sem voru notaðir í þessari rannsókn m.t.t. forspáþætti fyrir lifun og meta hversu vel spá heilbrigðisstarfsfólks, lækna og hjúkrunarfræðinga, um lifun samræmdist raunlifun. Sambærileg rannsókn hefur ekki verið gerð hjá íslenskum krabbameinssjúklingum.
  Efniviður og aðferðir: Gögn úr tveimur framsýnum hóprannsóknum, með 266 sjúklingum, voru rannsökuð. Í fyrsta lagi, voru gögn frá íslenskum þátttakendum í European Pharmacogenetic Opioid Study (EPOS) rannsökuð (N=150). Þeir sjúklingar voru allir með krabbamein á ópíóíðum við verkjum og fengu líknar – og/eða lífslengjandi krabbameinsmeðferð. Í öðru lagi, þá var notast við möt á sjúklingum í líknarþjónustu gert með interRAI Palliative Care (PC) mælitækinu (N=116). Tölfræðilegir útreikningar voru gerðir með Kaplan Meier lifunargreiningu og Cox aðhvarfsgreiningu.
  Niðurstöður: Miðgildi lifunar sjúklinga í EPOS hluta rannsóknarinnar var 101 dagur. Í fjölþátta Cox aðhvarfsgreiningu þá var aukinn fjöldi meinvarpa (HR 1.24) og þreyta (HR 1.82) sjálfstæður áhættuþáttur fyrir skemmri lifun. Hærra skor á Mini Mental State Examination (MMSE) (HR 0.86) og hlutverkakvarðanum á EORTC QLQ-C30 tengdist marktækt lengri lifun (HR 0.99). Meiri áhrif verkja á daglegt líf mælt með Brief Pain Inventory (BPI) tengdist einnig marktækt lengri lifun (HR 0.91). Í seinni rannsókninni, þar sem möt frá interRAI PC mælitækinu voru notuð, var miðgildi lifunar sjúklinga 41 dagar. Hærri aldur (HR 1.021), áreynslumæði (HR 2.529) og byltur síðustu 30 daga (HR 2.725) voru marktækt tengd skemmri lifun í fjölþátta Cox aðhvarfsgreiningu. Heilbrigðisstarfsfólk var nákvæmara í spá sinni á lifun þegar raunlifun var styttri.
  Ályktun: Þegar niðurstöður gagnagrunnanna tveggja voru bornir saman þá kom í ljós að sjúklingar með langt genginn krabbameinssjúkdóm á ópíóíðum virtust lifa lengur en þeir sem voru metnir við fyrstu komu í líknarþjónustu. Styttri lifun hjá krabbameinssjúklingum á ópíóíðum, tengdist fleiri meinvörpum, þreytu, lægri vitrænni getu, minnkun á hlutverki og minni áhrifa verkja á daglegt líf. Hjá sjúklingum með krabbamein, metnir í fyrstu komu í líknarþjónustu, tengdist styttri lifun hærri aldri, mæði og byltum. Þessar niðurstöður eru sambærilegar fyrri rannsóknum á forspáþáttum fyrir lifum hjá sjúklingum með langt gengið krabbamein. Gagnagrunnarnir eru ólíkir, sérstaklega varðandi lifun, sem gæti útskýrt mismunandi niðurstöður lifunargreininganna.

Samþykkt: 
 • 27.9.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13200


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
SigridurHelgadottir.pdf2.6 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna