is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > MPH Kennslufræði og lýðheilsudeild (-2013) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13207

Titill: 
  • Greining, ráðgjöf og meðferð ofþyngdar og offitu fyrir fullorðna einstaklinga í íslensku heilbrigðiskerfi árið 2011
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Offita getur haft alvarleg áhrif á heilsu. Á Íslandi eru um 60% fullorðinna einstaklinga með ofþyngd eða offitu. Vandinn er umfangsmikill og tekur til margra þátta samfélagsins. Hér er skoðað verklag við greiningu og ráðgjöf ofþyngdar og offitu ásamt því að skoðað er skipulag og umfang offitumeðferðar fyrir fullorðna innan heilbrigðiskerfisins á Íslandi árið 2011.
    Gerð var spurningakönnun í mars 2012. Spurningalisti var lagður fyrir 204 aðila innan heilbrigðisþjónustunnar. Til að afla upplýsinga frá fyrsta stigi þjónustunnar voru 64 listar sendir út. Sjálfstætt starfandi sérfræðilæknar, alls 122 og 18 yfirlæknar stofnana á þriðja stigi þjónustunnar, fengu sendan lista. Spurt var um mælingar og skráningar tengdar offitu, hvort sjúklingar væru spurðir um áhuga til lífsstílsbreytinga og ráðleggingar til þeirra. Óskað var eftir upplýsingum um verklagsreglur, tilvist offitumeðferðar, skipulag hennar og umfang. Svarhlutfallið var 49,5% en 101 svar barst. Þeir sem vigtuðu sína skjólstæðinga, gerðu það helst við ákveðin tilefni. Það á einnig við um skráningu líkamsþyngdarstuðuls og sjúkdómsgreiningarinnar offitu. Fjórir aðilar sögðust mæla mittismál reglulega. Í rúmlega helmingi tilfella voru of þungir/of feitir einstaklingar spurðir um áhuga þeirra á að breyta lífsháttum og flestir fengu ráðleggingar um að leita sér aðstoðar. Verklagsreglur um offitu voru til staðar á sex stöðum. Þar sem meðferð var veitt, var hún oftast í daglegu starfi heilbrigðisstétta. Þverfagleg meðferð var veitt á níu stöðum og annaði 600-800 einstaklingum á ári. Biðtími eftir meðferð var allt að 28 mánuðir. Markmið, fræðilegur bakgrunnur meðferðar og skipulag hennar var mismunandi milli eininga. Erfitt er að finna samnefnara með mælikvörðum í þeim meðferðarleiðum sem hér var lýst. Skipulagt eftirlit eða árangursmat var að jafnaði ekki gert. Innan heilbrigðiskerfisins er nálgun offitu mismunandi. Meðferðarúrræði anna ekki þeirri þörf sem til staðar er. Þörf er á klínískum leiðbeiningum til að auðvelda fagaðilum að efla sína þjónustu og bæta gæði hennar.
    Mikilvægt er að finna leið til að takast á við offituvandann. Allt samfélagið þarf að taka þátt í verkefninu á grunni lýðheilsuaðgerða þar sem heilbrigðiskerfið gegnir lykilhlutverki.

  • Obesity is a risk factor for various diseases and is one of the biggest public health problems in the world. In Iceland the prevalence among adults is about 60%. This study examines the protocols for assessment and treatment for overweight and obese patients in the Icelandic healthcare system in 2011.
    A questionnaire was sent to 204 Medical Directors in March 2012. It was sent to 64 Medical Directors in the primary sector, to 122 Consultants in the secondary sector and 18 Medical Directors in the tertiary sector of the healthcare services in Iceland.
    Protocols for obesity assessment and/or treatment exists in six different establishments out of 101 that replied. Screening for obesity is not conducted in Icelandic healthcare system and waist circumference is rarely measured according to our findings. Physicians record Body Mass Index and diagnose obesity mostly if it is related to the visit. Just over 50% of those who participated, claimed that they ask their obese patients about their interest to change their lifestyle and give them advice on how to take the next step. Obesity treatment is mostly conducted in occasional visits to healthcare personal. Nine establishments offered multi-disciplinary treatment for obesity and their approach was quite different from one another. They were able to assist 600-800 patients each year and their patients needed to wait for assistance for up to 28 months.
    Various methods are used in the Icelandic healthcare system in terms of assessment and treatment for obesity. Clinical guidelines are lacking and more extensive treatment is required. It is of great importance to find a way to deal with current obesity problem to improve the health of the individuals and benefit society in general.

Samþykkt: 
  • 1.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13207


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Erla Gerður Sveinsdóttir.pdf849,3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna