en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13211

Title: 
  • Title is in Icelandic Kynjuð orðræða í fjölmiðlum. Orðræðugreining fjölmiðlaumfjöllunar um frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda formannskosninga flokksins í nóvember 2011
Submitted: 
  • October 2012
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari eigindlegu rannsókn er skoðað hvernig kynjuð orðræða birtist í fjölmiðlaumfjöllun um Hönnu Birnu Kristjánsdóttur og Bjarna Bendiktsson, frambjóðendur til formanns Sjálfstæðisflokksins í aðdraganda formannskosninga flokksins er fram fóru í nóvember 2011.
    Orðræðan er greind út frá póststrúktúralískum viðmiðum og kenning Foucaults notuð þar sem hann útskýrir hvernig vald og undirokun ákveðinna samfélagshópa geti viðhaldist í gegnum orðræðuna. Til viðbótar er skoðað hvernig opin almenningsrými, samkvæmt kenningum Habermas, koma þar inn í og hvernig þau endurspegla kynjaða fjölmiðlaumfjöllun, með tilliti til þess dulda valdakerfis sem Foucault leggur upp með að viðhaldist í samfélaginu. Í ljós kemur að umræðan er þónokkuð kynjuð, bæði þegar kemur að orðnotkuninni sem og hvaða mál eru mest áberandi þegar kemur að hvorum frambjóðanda fyrir sig. Þegar almenningsrýmin eru skoðuð er mjög áberandi hvað orðræðan þar er mun grófari en í fjölmiðlaumfjölluninni almennt. Gæti það því verið vísbending um að þar sé kominn vettvangur þar sem hægt er að sjá hversu mikil áhrif kynjuð orðræða í fjölmiðlum hefur á hinn almenna fjölmiðlanotanda.

Accepted: 
  • Oct 1, 2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13211


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BA FIIIIIINAL.pdf790.57 kBOpenHeildartextiPDFView/Open