is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskólinn á Akureyri > Hug- og félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13214

Titill: 
 • „Við reynum að stilla þessu þannig upp að þetta sé ekki vandamál... heldur verkefni“ : reynsla foreldra af heimanámi barna með leshömlun
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þessari eigindlegu rannsókn er ætlað að varpa ljósi á þá reynslu sem foreldrar barna með leshömlun hafa af heimanámi barna sinna og hvaða þættir það eru sem hafa áhrif á reynsluna. Aðferðin við rannsóknina fólst í viðtölum og voru þau öll tekin í janúar til mars 2011. Þátttakendur í rannsókninni voru mæður sex barna með leshömlun sem komu úr þremur grunnskólum á Akureyri.
  Tilgangur rannsóknarinnar var að vekja umræðu um nemendur sem greinst hafa með leshömlun og heimanám þeirra og hversu mikil áhrif leshömlun getur haft á daglegt líf þeirra og fjölskyldunnar.
  Meginniðurstöður eru að allir viðmælendur upplifa álag, á sig og börn sín vegna leshömlunar og heimanáms. Elja og vinnusemi virðist einkenna viðmælendur og börn þeirra sem lögðu sig öll fram við námið.
  Mæður barna, sem eiga við hvað mestu námsörðugleikana að stríða, telja skólann verða að koma betur til móts við námslegar þarfir barnanna. Flestar mæðurnar sögðu samstarf heimilis og skóla almennt vera gott og einkennast af virðingu, misjafnt var hver átti frumkvæði að samstarfinu. Flestar töldu mæðurnar sig verða að vera í miklu sambandi við skólann vegna leshömlunar barna sinna. Flestar höfðu þær reynslu af því að fagmennsku og skilningi hefði verið ábótavant hjá einstaka kennara sem leiddi til veikingar á sjálfsmynd barna þeirra. Þar mætti svo sannarlega verða breyting á, allir kennarar yrðu að hafa fagþekkingu á leshömlun og hvernig þeir ættu að koma til móts við námslegar þarfir nemenda sinna.
  Athyglisvert er að sjá að mæðurnar tala um að börn þeirra nýti sér almennt ekki þau hjápargögn sem til eru fyrir nemendur með námsörðugleika. Erfitt geti verið að útvega slík gögn og vilja mæðurnar að skólinn hafi meira frumkvæði að því að útvega og kenna nemendum og heimilum að nýta sér slík gögn. Þörfin eykst eftir því sem nemendur fara lengra í skólakerfinu. Margar mæðurnar töluðu um að niðurskurður í skólamálum væri þess valdandi að börnin þeirra fengju ekki viðeigandi aðstoð.
  Flestir viðmælendur voru á því að heimanámið væri í frekar föstum skorðum, unnið á sama tíma og sama stað þegar því var við komið. Hjá þeim mæðrum sem þurftu að fylgja börnum sínum skref fyrir skref er heimanámið unnið með tilliti til þess hvaða tíma mæðurnar geta gefið sér til að koma til móts við þarfir þessara nemenda. Niðurstöður gefa til kynna að brýnt sé að finna leiðir til að koma til móts við þarfir þessara barna og fjölskyldna þeirra.

Samþykkt: 
 • 2.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13214


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PDF-skjal.pdf1.1 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna