is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13221

Titill: 
 • Brunavarnir í háhýsum. Greining á rýmingu og aðkomu slökkviliðs
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Þetta verkefni fjallar um brunavarnir í háhýsum, sér í lagi greiningu á rýmingu og aðkomu slökkviliðs. Farið er í regluverk á Íslandi þegar framkvæmdir eru unnar og almennt í brunavarnir bygginga, ræddur er munurinn á föstum brunavörnum og brunatæknilegum kerfum og rætt er stuttlega um forvarnir. Hugtakið brunahönnun er kynnt og skoðaður er munurinn á forskriftarhönnun og markmiðshönnun. Þá er skilgreining háhýsa skoðuð. Tekin eru saman helstu háhýsi á Höfuðborgarsvæðinu og þau skoðuð með tilliti til brunavarna í þeim. Bornar eru saman kröfur og reglur til háhýsa og brunavarna í þeim, hér á landi og erlendis.
  Fjallað er um rýmingu, bæði almennt og sér í lagi úr háhýsum. Farið er í þá rýmingarmöguleika sem eru í boði í háhýsum. Skoðaðar eru sérstaklega lyftur, bæði fyrir slökkvilið og til almennrar rýmingar. Farið er sérstaklega í þær ströngu kröfur sem lyfturnar og þeirra umhverfi þarf að uppfylla til þess að nægilegt brunaöryggi náist. Hugtakið algild hönnun er kynnt og rætt er rýmingaröryggi fatlaðra.
  Fjallað er um aðkomu slökkviliðs þegar bruna í háhýsi ber að höndum. Farið er í brunatæknilegan búnað þeirra og aðferðarfræði við slökkvistarf. Sýnt er fram á mikilvægi brunavarnarlyfta í háhýsum til notkunar fyrir slökkvilið.
  Að lokum eru skrifuð drög að þremur leiðbeiningablöðum í samvinnu við Mannvirkjastofnun.
  LYKILORÐ
  Háhýsi – brunavarnir – brunaöryggi – brunamótstaða – brunahólfun – brunahönnun – flóttaleið – rýming – frágengi – stigleiðsla – stigahús – öruggt svæði – brunavarnarlyfta – flóttalyfta – vatnsúðakerfi – aðkoma slökkviliðs.

 • Útdráttur er á ensku

  This thesis studies fire protection in high rise buildings, in particular analysis on evacuation and fire department intervention. Regulatory environment in Iceland concerning construction is introduced. Fire protection in buildings is discussed, the difference between passive and active fire protection is explained and fire prevention is discussed shortly. The term fire safety engineering design is introduced and the difference between prescriptive regulations and performance based design is explained. The definition of a high rise building is examined. A few high rise buildings in the capital region are examined with regard to fire protection. Requirements and regulations regarding high rise buildings and fire protection of different countries, including Iceland, are compared.
  Evacuation is discussed, both in general and specifically in high rises. Evacuation options in high rise buildins are examined. In particular elevators are introduced, both for the use of fire department and for public evacuation. The very stringent requirements that elevators and their environmet have to meet to ensure adequate fire safety are discussed. The term universal design is introduced along with fire safety for disabled people.
  Fire department intervention is examined in the event of a fire in a high rise. Fire departments equipment and methodology on how to fight the fire is discussed. The importance of a high rise to be equipped with a fire fighter lift is demonstrated.
  Finally drafts of three guidance documents are written in cooperation with Mannvirkjastofnun.
  KEYWORDS
  High rise – Fire protection – Fire safety – Fire resistance – Fire compartment – Fire Safety Engineering Design – Escape route – Evacuation – Standpipe – Stairs – Refuge area – Firefighter lift – Evacuation lift – Sprinkler system – Fire Department Intervention.

Samþykkt: 
 • 3.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13221


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Brunavarnir í háhýsum - Ásdís Rósa Gunnarsdóttir.pdf2.35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna