is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13223

Titill: 
 • Erfið samskipti við sjúklinga í hjúkrun. Samþætt fræðilegt yfirlit ásamt hjúkrunarleiðbeiningum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í heimahjúkrun þar sem ég starfa, koma reglulega upp aðstæður þar sem hnökrar myndast í samskiptum sjúklinga og starfsfólks. Í sumum tilvikum er það vegna þess að sjúklingar hafna aðstoð, en í öðrum tilvikum tengist þetta árekstrum í samskiptum milli starfsfólks, sjúklinga og aðstandenda þeirra. Meðal starfsfólksins eru þessir sjúklingar stundum sagðir „erfiðir“ og fyrir vikið fá þeir ekki þá aðstoð, stuðning og leiðbeiningu sem gæti stuðlað að vellíðan.
  Tilgangur þessa samþættaða fræðilega yfirlits er að skoða erfið samskipti í hjúkrun og setja fram hjúkrunarráðleggingar því tengt. Ég mun leita eftir því hvað hefur komið fram í rannsóknum um ástæður þess að upp koma erfiðleikar í samskiptum og lýsa þeim aðferðum sem sýnt hefur verið fram á að gefast vel í samskiptum starfsfólks og sjúklinga. Skoðaðar verða bæði megindlegar og eigindlegar rannsóknir frá árinu 1995 til 2011 þar sem fjallað er um „erfiða“ sjúklinga og erfið samskipti í hjúkrun.
  Á öllum sviðum hjúkrunar kemur upp ágreiningur og árekstrar í samskiptum sjúklinga og starfsfólks. Nauðsynlegt er fyrir starfsfólk að vera meðvitað um þessa þætti starfsins, hvernig það kemur fram í samskiptum við sjúklinga og tekst á við samskiptin á uppbyggilegan hátt. Leitast verður við að lýsa þeim siðferðilega skilningi sem lagður er til grundvallar í verkefninu ásamt fræðilegri umfjöllun um áhrif þess á hjúkrunarfræðinga og annað starfsfólk í hjúkrun.
  Alls voru samþættaðar 15 rannsóknir þar sem fram kom að ýmis varnarviðbrögð hjá sjúklingum og starfsfólki valda erfiðleikum í samskiptum þeirra á milli. Árangursrík samskipti í hjúkrun byggja meðal annars á virðingu fyrir skjólstæðingi, þolinmæði, að greina og skilja tilfinningar sínar og annarra, hlusta af athygli með opnum huga og kanna hugsanlegar lausnir á vanda. Árangursrík samskipti í hjúkrun sem byggja á gagnreyndri þekkingu snúast um það hvernig hægt er að mæta þörfum sjúklinga fyrir gæða umönnun.
  Lykilorð: „Erfiður“ sjúklingur, „óvinsæll“ sjúklingur, samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúklinga og erfið samskipti hjúkrunarfræðinga og sjúklinga.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13223


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð Vilhelmínu 2012 (2).pdf598.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna