is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13230

Titill: 
 • Sjálfbær ferðaþjónusta í Vatnsholti Flóahreppi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Höfundur tekur fyrir svæðið í kringum Vatnsholt í Flóahreppi, sem er ferðaþjónustubær, og reynir að draga fram sérstöðu svæðisins þegar kemur að sjálfbærri ferðamennsku. Leitað verður svara við: Hvað er sjálfbær ferðamennska, hvað hefur svæðið upp á að bjóða og hverjir eru styrkleikar þess og kostir? Þá verður einnig leitast við að svara eftirfarandi spurn-ingum:
   Er grundvöllur fyrir sjálfbæra ferðamennsku á Íslandi /á Suðurlandi /í Flóanum?
   Hvaða þættir í umhverfi og sögu geta styrkt sjálfbæra ferðamennsku í Vatnsholti í Flóa?
   Hver er sérstaða Vatnsholts?
  Tilurð verkefnisins er sú að Höfundur er vel kunnugur þeim hjónum sem reka ferðaþjónustuna í Vatnsholti og hefur því fylgst vel með þeirri uppbyggingu sem þar hefur átt sér stað. Einnig er höfundur mikill áhugamaður á þeirri ört vaxandi atvinnugrein sem ferðaþjónustan er. Við gerð verkefninsins dvaldi höfundur að Vatnsholti og gerði greiningu á landkostum Vatnsholts, sögu svæðisins og tækifærum. Höfundur vann eftir þekktum aðferðum um landslagsgreiningu og notfærði sér ýmis gögn til kortavinnslu og greininga.
  Þær ályktanir sem höfundur dregur úr niðurstöðum verkefnisins eru þær að sjálfbær ferðamennska á fullt erindi í atvinnugreinina hvar sem er í heiminum. Ísland á, að mati höfundar, að vera framarlega í sjálfbærri ferðamennsku, og gæti Vatnsholt verið frumkvöðull á Suðurlandi og fylgt þar eftir því góða starfi sem unnið hefur verið á Snæfellsnesi. Þeir þættir sem geta styrkt sjálfbæra ferðamennsku í Vatnsholti felast meðal annars í staðsetningu. Ferðamannastraumur um Flóa er í stöðugri aukningu og ekki er mikilla breytinga þörf til að Vatnsholt verði leiðandi afl í sjálfbærri ferðamennsku á Suðurlandi. Höfundur gerir að lokum tillögu að hönnun sem ýta myndi undir sjálfbæra ferðamennsku í Vatnsholti.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13230


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Atli Freyr Ríkharðs.pdf1.87 MBOpinnPDFSkoða/Opna