is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13231

Titill: 
 • Að byggja brú milli virkjunarframkvæmdar og ferðaþjónustu
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmiðið með þessu verkefni var að kanna hvort mannvirki og
  áhrifasvæði iðnaðarframkvæmda hafa upp á að bjóða möguleika til
  að skapa áfangastað fyrir ferðamenn og íbúa í næsta nágrenni. Þessir
  möguleikar voru kannaður út frá hugmyndafræði Christophe Girot.
  Þar leggur hann áherslu á að í hverju landslagi felist tækifæri sem
  mikilvægt er að nýta áfram í skipulagsvinnu svæðisins. Í upphafi voru
  skoðuð fordæmi fyrir samspili ferðaþjónustu og iðnaðarframkvæmda,
  bæði íslensk og erlend. Þá var borið stuttlega saman ólík viðhorf
  hérlendis og erlendis til landfreka iðnaðarframkvæmda.
  Iðnaðarframkvæmdin sem lögð var áhersla á í þessu verkefni var
  Urriðafossvirkjun í Þjórsár og áhrifasvæði hennar. Svæðið var
  kannað útfrá fyrrnefndri hugmyndafræði og í lokin voru lagðar fram
  hönnunarforsendur fyrir svæðið þar sem virkjunin og ferðaþjónusta
  spila saman sem ein heild. Þar var lagt til að þau mannvirki
  virkjunarinnar, sem eru hvað mest áberandi í landslaginu, verði nýtt
  til að koma fyrir gönguleiðum og útsýnisstöðum en mjög víðsýnt
  er á svæðinu. Einnig voru lagðar fram hugmyndir um að hanna
  útivistarsvæði með upplýstum gönguleiðum, nýta bergið í farvegi
  Þjórsár til að koma fyrir torgum og gönguleiðum og einnig að
  undirstrika gömlu Þjórsárbrúnna sem er mikið kennileiti á svæðinu.
  Með þessum hönnunarforsendum er hægt að skapa áhugaverðan og eftirminnilegan áfangastað fyrir ferðamenn auk þess að stuðla að
  bættum lífsgæðum fyrir íbúa í nágrenni virkjunarinnar.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13231


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ErlaBjorg_BSverkefni2012.pdf2.61 MBOpinnPDFSkoða/Opna