is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13233

Titill: 
 • Áningastaðir og gönguleiðir norðan við Borgarnes
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Norðan við Borgarnes er svæði sem býður upp á mikla möguleika hvað varðar áhugverðar
  gönguleiðir. Þar er golfvöllur sem þykir með þeim bestu á landinu og þaðan er ákaflega
  fallegt útsýni t.d að Hafnarfjalli, Skarðsheiði og Skessuhorni. Hinum megin við þjóðveginn
  er hesthúsahverfi og ofan við það er ágætis útsýni í vestur og þar sjást vel þær klettaborgir
  sem eru einkennandi fyrir svæðið. Nær bænum er Borg á Mýrum sem er sögulegur staður í
  fallegu umhverfi og þaðan er skemmtilegt útsýni yfir Borgarnes.
  Hér verður gerð tillaga að gönguleið um þessi svæði til að auka tækifæri fólks til að
  stunda hreyfingu nálægt heimili sínu auk þess að fræðast um svæðið og einkenni þess.
  Markmiðið er að hanna þrjá áningarstaði á þessari gönguleið þar sem hver staður tengist sínu
  nánasta umhverfi, það er náttúrunni, sjónlíum, sögunni og þess háttar. Með þessum
  gönguleiðum væri hægt að auka áhuga og þekkingu íbúa Borgarness sem og ferðamanna á
  þessu fallega svæði með upplýsingaveitum eða frásögnum tengdum nærumhverfinu á hverjum
  áningarstað fyrir sig.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13233


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bs-EyglóKristjánsdóttir.pdf11.63 MBOpinnPDFSkoða/Opna