is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13235

Titill: 
 • Lífið í garðinum: Um hlutverk og stöðu fjölbýlisgarða
Námsstig: 
 • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
 • Garðar við fjölbýli hafa lítið verið rannsakaðir en hér er farið yfir hlutverk þeirra og stöðu í borgarumhverfinu. Þá er skoðað hvað það er sem laðar fólk út í fjölbýlisgarðinn og fær það til
  að nota hann. Einnig er skoðað hvað hefur áhrif á skynjun og upplifun fólks í garðinum. Með könnun á fjölbýlisgörðum á Íslandi og Svíþjóð er svo athugað hvort hugað er að þessum þáttum og hvaða áhrif þau hafa á upplifun í garðinum.
  Ákveðin stök hafa áhrif á upplifun og notkun garða en rýmismyndun og upplifun virðist skipta meira máli og með ákveðinni rýmismyndun má skapa jákvæða upplifun. Þessir þættir þurfa svo að vinna saman, stök og rými, þar sem stök án rýmis eru fráhrindandi og rými án tilgangs er til lítils. Stök í rými geta gefið þeim augljósan tilgang.
  Fjölbýlisgarðurinn þarf ekki að vera stór til að vera aðlaðandi. Meira máli skiptir rýmismyndunin og hlutverk rýmanna.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13235


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS.ritgerd.gunnara.pdf19.14 MBOpinnPDFSkoða/Opna