en English is Íslenska

Thesis Agricultural University of Iceland > Umhverfisdeild > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/13237

Title: 
 • Title is in Icelandic Lakagígar 2030
Submitted: 
 • May 2012
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Með fjölgun ferðamanna á Íslandi og bættum vegsamgöngum að Lakagígum mun aðsókn ferðamanna og álag á svæðinu aukast. Svæðið, sem er í Vatnajökulsþjóðgarði, er viðkvæmt fyrir álagi, hvort sem er vegna gróðurfars, jarðvegs, berggrunns eða jarðmyndana.
  Ekki verður hjá því komist að ferðamenn hafi áhrif á umhverfi ferðamannastaða en mikilvægt er að lágmarka þau áhrif. Finna þarf ásættanleg mörk milli markmiða verndunar og markmiða varðandi aðgengi og upplifun ferðamanna.
  Markmið þessa verkefnis er að finna leiðir til að mæta aukinni aðsókn ferðamanna að Lakagígum án þess að óásættanlegar breytingar verði á náttúrunni og að svæðið standist áfram væntingar ferðamanna.
  Hægt væri að skipta svæðinu upp í þrjú mismunandi stjórnunarsvæði: ósnert víðerni, svæði með takmarkaðri uppbyggingu og þjónustusvæði með tilheyrandi aðstöðu. Til lengri tíma litið yrði svæðinu fyrir bestu að lokað yrði fyrir almennri umferð á hringvegi Lakagíga (F207) og hafðar skipulagðar áætlunarferðir, jafnvel með leiðsögn. Með tilliti til mikillar fjölgunar ferðamanna á svæðinu er það besta lausnin til að samþætta verndun náttúrunnar og upplifun ferðamanna. Sú lausn fellur ennfremur vel að markmiðum Vatnajökulsþjóðgarðs.
  Einnig þarf að byggja upp innviði til að hækka þolmörk og vernda gjall og gróður. Þróa þarf vöktunaráætlun til að meta hvar og hvenær þolmörkum er náð og grípa þarf til aðgerða. Efla þarf upplýsingagjöf með því að fjölga landvörðum og upplýsingaskiltum, en með skipulögðum ferðum um svæðið væri betur hægt að auka náttúrutúlkun og fræðslu til ferðamanna þar sem leiðsögumaður myndi fylgja hverjum hóp.

Accepted: 
 • Oct 4, 2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13237


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
helgalucie_bs minni.pdf565.79 kBOpenPDFView/Open