is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > B.S. verkefni - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13239

Titill: 
 • Brákarey í Borgarnesi - Tillaga að breyttu skipulagi
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessu verkefni er fjallað um Brákarey í Borgarnesi. Þar var áður
  starfrækt fiskiútgerð, sláturhús og ýmislegt fleira en í dag hefur
  nánast öll starfssemi í eyjunni lagst af og eftir standa mannlaus
  húsin.
  Megin markmiðið með þessu verkefni er að, skoða með hvaða
  hætti mætti gefa stað, sem í tímanna rás hefur glatað tilgangi
  sínum, nýtt hlutverk og gæða hann lífi að nýju, þar sem andi
  staðar og náttúruleg umgjörð fá að njóta sín til fulls.
  Til að ná þessu markmiði voru settar fram eftirfarandi spurningar:
  Hvað er það sem gæðir stað lífi? Í hverju liggja tækifæri og ógnanir í Brákarey og hvernig má nota náttúrulega umgjörð Brákareyjar til að skapa spennandi og líflegan stað?
  Til að leita svara við þessum spurningum var farið í vettvangsferðir og svæðið kortlagt, lesnar bækur um sögu eyjunnar og efni og kenningar sem fjalla um hvað er mikilvægt þegar skapa á líflegan stað skoðaðar.
  Mikil áhersla er lögð á að greina einkenni svæðisins og skilgreina
  þann staðaranda sem þar ríkir og kortleggja hvaða þættir eru
  mikilvægir til að halda í karaktereinkenni svæðisins.
  Í hönnunartilllögunni er unnið útfrá þessum greiningum. Reynt er
  eftir fremsta megni að halda í anda staðarins. Gert er ráð fyrir að ný,blönduð og nokkuð þétt byggð rísi í Brákarey í góðu samræmi við þá sem fyrir er. Mikil áhersla er lögð á grænar samgöngur (gangandi og hjólandi). Leitast er við að gera svæðið spennandi, öruggt, þægilegt og síðast en ekki síst ánægjulegt, bæði fyrir heimamenn og ferðalanga.
  Greiningarvinna og hönnunartillaga er sett fram í kortum og
  myndum.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13239


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Maria Lisbet Olafsdottir.pdf24.71 MBOpinnPDFSkoða/Opna