Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/1324
barna er að verða og hversu mikilvægt er að grípa til aðgerða til að sporna við því. Við
leitum svara við spurningum eins og: Hverjar eru helstu ástæður og afleiðingar ofþyngdar
og offitu barna? Hvaða úrræði eru í boði þegar í óefni er komið? Með hvaða hætti er
stuðlað að forvörnum gegn ofþyngd og offitu barna? Skoðað verður hvernig heimili og
skóli geta sameinast um að vinna gegn þessu aukna vandamáli.
Hluti verkefnisins er vefsíða sem ætluð er til að auðvelda samskipti milli heimila
og skóla og gera foreldrum, kennurum og öðrum sem koma að uppeldi barnsins, auk
barnsins sjálfs, kleift að hafa greiðari aðgang að upplýsingum sem þeir geta nýtt sér til að
stuðla að bættri heilsu barnsins og annarra fjölskyldumeðlima. Ritgerðin varpar ljósi á að
ekki er unnið nógu markvisst að forvörnum gegn ofþyngd og offitu barna á Íslandi og fá
úrræði standa börnum til boða. Einnig er fjallað um helstu ástæður ofþyngdar og offitu
barna sem má meðal annars rekja til lítillar hreyfingar og neyslu á óæskilegri fæðu.
Erfðaþáttur virðist hafa lítið að segja í þessu sambandi en fylgni er á milli ofþyngdar
barna og of þungra foreldra og því má ætla að það sé lífsmynstur fjölskyldunnar sem
hefur mest áhrif á þyngd barnsins. Niðurstaða okkar er að það sé mikilvægt að breyta
lífsmynstrinu áður en í óefni er komið. Á vefnum er að finna upplýsingar sem hægt er að
nota til forvarna og stuðla þannig að bættri heilsu barna og fullorðinna.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Erla Margrét og Gréta Björk_zip.zip | 432,37 kB | Lokaður | Hollt er gott - zip | GNU ZIP | |
Hollt_er_gott.pdf | 348,02 kB | Lokaður | Hollt er gott - heild | ||
Erla Margrét og Gréta Björk_e.pdf | 75,98 kB | Opinn | Hollt er gott - efnisyfirlit | Skoða/Opna | |
Erla Margrét og Gréta Björk_h.pdf | 122,53 kB | Opinn | Hollt er gott - heimildaskrá | Skoða/Opna | |
Erla Margrét og Gréta Björk_u.pdf | 83,91 kB | Opinn | Hollt er gott - útdráttur | Skoða/Opna |