is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13246

Titill: 
  • Vistvænt skipulag - friðland fugla
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fuglafriðlandið í Vatnsmýrinni er einstakt náttúrusvæði í miðborg Reykjavíkur og gegnir mikilvægu hlutverki fyrir Tjörnina, bæði sem vatnsmiðlunarsvæði og fyrir lífríki og tegundafjölbreytni. Að auki getur fuglafriðlandið skapað mikilvægan sess í huga borgarbúa. Ef horft er til fuglafriðlandsins og Norræna hússins með áherslu á upplifun, fræðslu og skemmtun eru miklir möguleikar í boði á svæðinu. Markmið verkefnisins er að leggja fram skipulagtillögu af svæðinu í anda sjálfbærrar þróunar. Í þessum hluta verkefnisins er áhersla lögð á að kynna skipulagið út frá einum þætti sjálfbærrar þróunar, þ.e. samfélagi. Fjallað er um hvernig hægt er að skapa aðstæður á svæðinu fyrir fólk til fræðslu og menntunar án þess að rýra svæði fuglanna. Auk þess að leggja fram skipulagstillögu um betri tengingu fuglafriðlandsins við miðbæ Reykjavíkur.
    Kynntar verða fyrri rannsóknir sem nýttust við þetta verkefni og má þá helst nefna greiningar sem voru mikilvægur þáttur í undirbúningsvinnu fyrir skipulagstillöguna. Skoðað var hvað svæðið hefur upp á að bjóða, hvað má laga og hvaða möguleikar eru í boði. Að því loknu var skipulagstillaga af svæðinu lögð fram með áherslu á betri tengingu fyrir gangandi vegfarendur undir Hringbrautina. Jaðar fuglafriðlandsins verður gerður að fræðslu og leiksvæði, þar sem meðal annars verður hægt að fræðast um eiginleika votlendis og fuglalífið á svæðinu. Mun þetta skila þjóðhagslegum ábata út í samfélagið, annars vegar með aukinni þekkingu almennings og hins vegar með aukinni þjónustu í Norræna húsinu.

Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13246


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_22.11.2011_Sólveig.pdf2.16 MBOpinnPDFSkoða/Opna