is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13247

Titill: 
 • Vistvænt skipulag - Friðland fugla, Náttúrufarslegar forsendur skipulagsins
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Skipulag í átt að sjálfbærri þróun er að ryðja sér til rúms hérlendis og tekur við af því sem
  margir hafa kallað bílaskipulagið, þar sem malbik og steypa eru ríkjandi efni í umhverfinu.
  Náttúran hefur oftar en ekki staðið höllum fæti þegar skipulagsákvarðanir eru teknar en
  með aukinni vitneskju og vitund hefur staða hennar styrkst. Í dag gerir fólk sér grein fyrir
  áhrifum náttúrunnar og er tilbúið að leggja henni lið. Reykjavíkurborg er þeirrar gæfu
  aðnjótandi að hafa fuglafriðland, votlendissvæði innan miðborgar sinnar og hefur það nært
  Tjörnina sem er eitt helsta djásn borgarinnar. Fuglafriðlandið og Vatnsmýrin hafa þó ekki
  notið þeirrar viðingar sem þessi svæði eiga skilið og hefur ágangur og hnignun einkennt
  þau. Skipulagið sem lagt er fram miðar að því að bæta og efla fuglafriðlandið og nýta það
  sem mest í þágu fugla, manna og alls samfélagsins. Niðurstöður greininganna sýna að víða
  er pottur brotinn í umhirðu og aðhaldi við fuglafriðlandið. Lífríkið stefnir í einsleitni sem
  mun hafa áhrif á allt náttúrulegt umhverfi í nágrenni þess. Þeir möguleikar sem svæðið
  gefur til fræðslu, rannsókna og upplifunar á náttúru eru ekki nýttir og er svæðið einangrað í
  borginni. Skipulagið sem lagt er fram tekur á öllum þeim þáttum sem þurfa að vera virkir
  til þess að ná sem mestri og bestri nýtingu í þágu fuglalífs, náttúru og mannlífs.
  Endurheimt votlendis er einn sá þáttur sem við Íslendingar getum lagt fram til
  loftslagsmála og myndi Reykjavíkurborg sýna fordæmi á heimsvísu með endurbótum og
  endurheimt votlendis, auk þess sem stuðlað væri að fjölbreyttara náttúrulífi innan
  borgarinnar. Með auknu aðgengi og betri aðstöðu má efla vitneskjuna og vitund
  almennings á náttúru og náttúrulegum ferlum. Slík vitund sem leiðir til samfélagslegs og
  hagræns ábata fyrir bogarsamfélagið í heild sinni og er því ákveðið skref í átt að sjálfbærri
  þróun.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13247


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS Drifa Gustafsdottir.pdf1.32 MBOpinnPDFSkoða/Opna