is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Landbúnaðarháskóli Íslands > Umhverfisdeild (2005-2016) > Meistaraprófsritgerðir - Umhverfisdeild >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13249

Titill: 
 • Titill er á ensku Changes in soil organic carbon in four long-term hayfield fertilisation experiments in Iceland:
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Breytingar á kolefnismagni jarðvegs í fjórum langtíma áburðatilraunum: vöktun og spár hermilíkana.
  Landsvæði nýtt undir landbúnað og graslendi ná yfir stór svæði í heiminum. Kolefnisforði þessara svæða er að mestu að finna í jarðveginum. Landnýting hefur mikil áhrif á kolefnisforða jarðvegs. Almennt er kolefnismagn jarðvegs hærra í graslendi og skóglendi en þar sem stunduð er akuryrkja þó að það fari mikið eftir jarðvegsgerð og öðrum umhverfisaðstæðum.
  Í þessari rannsókn voru breytingar á kolefni jarðvegs og öðrum tengdum þáttum skoðaðar í fjórum áburðartilraunum sem stóðu yfir in nokkra áratugi. Gögn frá tilraununum voru einnig notuð til þess að prófa hermilíkan RothC-23.6 og RothC-Volc, sérstaka útgáfu aðlagaða að eldfjallajarðvegi, við íslenskar aðstæður. Tvær nálganir voru notaðar til að áætla lífrænt efni sem bærist í jarðveginn: Annarsvegar reiknað út frá mældri uppskeru og hinnsvegar gildi sem hermilíkanið sjálft áætlaði út frá jarðvegs og umhverfisþáttum á hverjum stað.
  Tilraunirnar voru á Sámsstöðum í Fljótshlíð og Akureyri þar sem jarðvegurinn var Silandic Andosol (Brown Andosol). Á Geitasandi þar sem tilraunin hafði verið lögð á líttgróna sendna jörð 1958 og jarðvegurinn var skilgreindur sem Vitric Andosol (Vitrsol) og Skriðuklaustri þar sem jarðvegurinn var skilgreindur sem Gleyic Andosol. Á tilraunirnar hafði frá upphafi verið borinn á tilbúinn áburður, fosfór og kalí og vaxandi skammtur af nitri. Tveir tilraunaliðir á hverjum stað voru skoðaðir, liðir með lægsta nitur skammtinn og reitir þar sem mikið nitur hafði verið borið á.
  Kolefnismagn jarðvegs var mest í tilraununum á Sámsstöðum og á Akureyri og lang minnst á Geitasandi. Litlar breytingar höfðu orðið á kolefnismagni jarðvegs í öllum tilraununum nema á Geitasand þar sem mikið kolefni hafði safnast upp og á Sámsstöðum þar sem mikið nitur hafði verið borið á og nokkur uppsöfnun hafði átt sér stað. Á Akureyri virtist smávæginleg uppsöfnun hafa átt sér stað hún var ekki marktæk. Á Skriðiklaustri var breytingin einnig minniháttar, kolefnismagn minnkaði þar sem ekkert nitur var borið á og jókst þar sem mikið niturvar borið á.
  Ál og járn leyst í pýrófosfat lausn sem og leirmagn jarðvegs hafði sterka jákvæða fylgni við kolefni í jarðvegi í tilraununum fjórum. Áborið nitur hafði líka marktæk áhrif á kolefnismagn jarðvegs í tilraununum.
  Spár hermilíkananna um kolefnismagn jarðvegs við enda tilrauna tímabilsins voru í öllum tilvikum nema einu lægri en mælingar. Spár módelanna voru bestar þar sem lítil breyting hafði orðið á kolefnismagni jarðvegs og lakastar þar sem mesta breytingin hafði orðið (Geitasandi). RothC-Volc reyndist betur en RothC-23.6 en aðferð við að áætla magn lífræns efnis sem barst í jarðveginn hafði meiri áhrif á spágetu hermilíkananna. Ef til frekari notkunar á hermilíkönum til að spá fyrir um breytingar á kolefnismagni í Íslenskum jarðvegi er þörf á ítarlegri upplýsingum um lífrænt efni sem berst til jarðvegs, eiginleika þess og umsetningu.

Samþykkt: 
 • 4.10.2012
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/13249


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ms-Sunna_Áskelsdóttir.pdf935.87 kBOpinnPDFSkoða/Opna