is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/13253

Titill: 
  • Mæling á félagslegum stuðningi og tengslum hans við streitu, kvíða, þunglyndi og lífsánægju hjá fangavörðum og starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Rannsókn þessi var framkvæmd til að kanna hvort fangaverðir á Íslandi og starfsmenn Landhelgisgæslu Íslands sem hljóta mikinn félagslegan stuðning upplifðu síður einkenni streitu, kvíða og þunglyndis en þeir sem hljóta lítinn eða engan stuðning. Einnig var athugað hvort tengsl væru á milli félagslegs stuðnings og lífsánægju þessara starfsmanna. Ennfremur var sérstaklega kannað hvort stuðningur frá vinnufélögum myndi draga úr líkum á vinnutengdri streitu umfram þann stuðning sem fæst frá fjölskyldu, vinum eða maka. Spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur sem mældu annars vegar félagslegan stuðning fjölskyldu, vina, maka og vinnufélaga og hinsvegar fylgibreyturnar; streitu, kvíða, þunglyndi og lífsánægju. Þátttakendur voru 177 sjálfboðaliðar, annars vegar fangaverðir sem starfa hjá Fangelsismálastofnun og hins vegar starfsmenn Landhelgisgæslunnar. Meginásaþáttagreining var framkvæmd á mælitækjum sem mæla félagslegan stuðning til að staðfesta þáttabyggingu þeirra. Tilgátur voru prófaðar með stigveldisaðhvarfsgreiningu. Niðurstöður sýndu að mikill félagslegur stuðningur dregur úr líkum á einkennum streitu, kvíða og þunglyndis og að jákvæð tengsl eru á milli félagslegs stuðnings og lífsánægju. Ennfremur kom í ljós að félagslegur stuðningur vinnufélaga er mikilvægasta tegund félagslegs stuðnings til að draga úr líkum á streitu, kvíða og þunglyndi hjá starfsmönnum Landhelgisgæslu Íslands og fangavörðum á Íslandi.

Samþykkt: 
  • 4.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13253


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS-ritgerð - lokaeintak.pdf755.42 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna