is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/13255

Titill: 
  • Undirstöðuþættir fyrir lestrarfærni leikskólabarna. Þjálfun hljóðkerfis- og málvitundar barna sem grunur leikur á að séu í áhættu fyrir síðari lestrarerfiðleika samkvæmt niðurstöðum HLJÓM-2
  • Titill er á ensku Essential components for pre-literacy skills in preschool children
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna hvaða undirþættir málþekkingar segi best fyrir um framtíðarlestrarfærni, þær sýna sérstaklega sterk tengsl á milli málþroska, hljóðkerfisvitundar og lestrarnáms. HLJÓM-2 sem kom út árið 2002 er athugun á hljóðkerfis- og málvitund fimm til sex ára barna. Fyrirlögn prófsins byggist á ákveðnum leikjaaðferðum, tengdum þeim málþroskaþáttum sem metnir eru. Allflestir leikskólar á landinu nýta sér prófið. Í reglum um fyrirlögn er HLJÓM-2 lagt fyrir elsta árgang leikskólans að hausti. Börn sem sýna slaka eða mjög slaka færni á þeim málþroskaþáttum sem HLJÓM-2 kannar teljast vera í áhættuhópi fyrir síðari lestrarerfiðleika samkvæmt langtíma fylgnirannsóknum á forspárgildi niðurstaðna HLJÓM-2.
    Markmið þessarar rannsóknar var að afla þekkingar á því hvernig og hvort fimm ára börn sem sýna slaka eða mjög slaka færni á HLJÓM-2 fái viðeigandi stuðning síðasta árið sitt í leikskóla. Spurningalisti var sendur rafrænt til 34 leikskólakennara sem voru í forsvari fyrir kennslu elstu barna, sem valdir voru af handahófi. Alls fengust svör frá 25 leikskólakennurum. Við gerð spurningalistans var sérstök áhersla lögð á að spurningarnar gæfu sem gleggsta mynd af því hvernig almennt væri unnið með hljóðkerfis- og málvitund með elstu börnunum, og hvernig væri brugðist væri við þörfum þeirra barna sem sýna slaka og mjög slaka færni á þáttum HLJÓM-2. Einnig var leitað eftir upplýsingum um fyrirlögn prófsins, skil niðurstaðna til grunnskólans og foreldra og samvinnu við foreldra ásamt upplýsingum um tilvísanir til frekari greiningar. Jafnframt var kannað hversu vel þátttakendur töldu sig stakk búna að mæta þörfum barna sem eru hugsanlega væru í áhættu fyrir varðandi síðari lestrarerfiðleika.
    Helstu niðurstöður voru þær að flestir leikskólanna veita börnum, sem sýna slaka eða mjög slaka færni, sérstakan stuðning í þeim þáttum sem þeim gekk verst með. Stuðninginn fengu þau í sérstökum þjálfunarstundum ýmist inni á sinni deild eða í sérkennslu. Niðurstöður benda jafnframt til þess að þær áherslur, sem beitt er við þjálfun hljóðkerfisvitundar í daglegu starfi leikskólanna, séu ekki í öllum tilfellum í samræmi við þann tíma sem niðurstöður erlendra og íslenskra rannsókna benda til að skili árangri. Einstaklingsnámskrá var gerð í rúmlega helmingi leikskólanna fyrir þau börn sem virðast vera með slaka eða mjög slaka færni á grunnþáttum HLJÓM-2 og helmingi þeirra barna sem sýna mjög slaka niðurstöður er vísað áfram til frekari greiningar. Deildarstjórar sáu í flestum tilvikum um fyrirlögn prófsins og virtust þekkja vel reglur um fyrirlögn. Þeir voru ánægðir með prófið og taldi meirihluti þeirra niðurstöður HLJÓM-2 nýttist þeim til að byggja upp markvissan stuðning fyrir börn í áhættu. Samkvæmt svörum þátttakenda þyrfti kynning á notkun og tilgangi prófsins að skila sér betur til foreldra áður en það er lagt fyrir og sama er að segja um skil á niðurstöðum til grunnskólans. Leikskólakennararnir virtust hafa góða trú á eigin getu hvað varðaði undirbúning kennslu barna í áhættu en töldu sig þó líka óörugga og óöryggið virtist felast í þekkingarskorti á mikilvægi bernskulæsis fyrir komandi lestrarnám og hugsanlega lestrarerfiðleika, en einnig vildu þeir kenna um tímaskorti.

Samþykkt: 
  • 5.10.2012
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/13255


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistari Gyda-nota þetta III.pdf1.06 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna